„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2014 07:30 Tónleikar stórstjörnunnar Justin Timberlake í Kórnum þóttu afar vel heppnaðir. Fréttablaðið/Andri Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“ Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46