„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2014 07:30 Tónleikar stórstjörnunnar Justin Timberlake í Kórnum þóttu afar vel heppnaðir. Fréttablaðið/Andri Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“ Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Kópavogsbær fékk 30 frímiða á tónleika Justins Timberlake frá tónleikahaldaranum Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til bæjarfulltrúa. Bréf Ármanns er svar við fyrirspurnum Sigurjóns Jónssonar, varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Sigurjón spurði meðal annars hverjir hefðu fengið boðsmiðana og hvort bæjarstjórinn teldi það samræmast siðareglum að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur fékk Sigurjón tölvupóst þar sem bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrúum frá frímiðunum. Ármann segir Sigurjón hafa svarað um hæl: „Frábærar fréttir og ég er klár ásamt maka,“ vitnar bæjarstjórinn í póst Sigurjóns sem hann kveðst hafa svarað með svohljóðandi sendingu:Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.Vísir/Anton„Sæll Sigurjón, mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja þér að þetta á við bæjarfulltrúana eins og fram kemur í póstinum. Þar sem Birkir Jón er búinn að þiggja miðana þá fær varafulltrúi hans ekki miða.“ Þarna vísar Ármann til Birkis Jóns Jónssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Ármann kveðst hafa talið mikilvægt að bæjarfulltrúar mættu á tónleikana sem hafi verið stórviðburður. Taka þurfi stefnumarkandi ákvarðanir um framtíðarnotkun Kórsins. „Af þessum sökum var rætt við tónleikahaldara um að bæjarfulltrúar gætu sótt tónleikana og var það auðsótt mál,“ útskýrir Ármann sem kveður hvern hinna ellefu bæjarfulltrúa hafa fengið tvo miða. „Lagði ég að þeim í tölvupósti fyrir tónleikana að sækja þá með fyrrgreindum rökstuðningi. Allir bæjarfulltrúar mættu samkvæmt vitneskju undirritaðs.“Sigurjón Jónsson varabæjarfulltrúi.Vísir/ValliÞá segir Ármann bæinn hafa haft átta miða til ráðstöfunar fyrir starfsmenn bæjarins sem ekki voru að vinna við tónleikana en kæmu engu að síður að starfsemi hússins og umræðu um framtíðarnot þess. Sömu rök gildi um þá og um bæjarfulltrúana. Ekki kemur fram hvaða starfsmenn þetta eru. Varðandi siðareglur kjörinna fulltrúa segir bæjarstjórinn samkomulagið um frímiðana hafa verið gert að frumkvæði hans sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein siðareglna bæjarins segir að kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skuli tilkynna um allar gjafir, sem var gert í þessu tilviki, og að þeim sé óheimilt að þiggja gjafir ef líta megi á það sem endurgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á ekki við í þessu tilviki.“
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Varafulltrúi Framsóknarflokksins segir leiguverð á Kórnum í Kópavogi lykilatriði. 2. september 2014 10:41
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46