„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 10:41 Sigurjón Jónsson. vísir/valli „Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46