„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 10:41 Sigurjón Jónsson. vísir/valli „Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46