„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 10:41 Sigurjón Jónsson. vísir/valli „Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
„Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46