„Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 10:41 Sigurjón Jónsson. vísir/valli „Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón. Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Ég sit hérna heima í rólegheitunum og þá kemur tölvupóstur frá Ármanni. „Tveir miðar í boði. Hverjir ætla að fá?“ Ég svaraði bara um hæl án þess að pæla og fékk svo svar frá honum um að þetta væri ekki í boði fyrir varabæjarfulltrúa,“ segir Sigurjón Jónsson, varafulltrúi Framsóknarflokksins í viðtali hjá útvarpsþættinum Harmageddon. Sigurjón sendi Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, fyrirspurn um hversu marga boðsmiða Kópavogsbær hefði fengið á tónleika Justin Timberlake sem haldnir voru í Kórnum í Kópavogi og hvort hann teldi það samræmast siðareglum að þiggja slíkar gjafir. Þá óskaði hann einnig eftir upplýsingum um leiguverð á Kórnum og hvort hann hefði verið leigður út á undirverði.Ármann Kr. Ólafsson.vísir/anton brinkDrulluskapur í pólitíkinni Kópavogsbær fékk þrjátíu boðsmiða frá Senu. Miðarnir voru þó einungis í boði fyrir bæjarfulltrúa, en Sigurjón var á meðal þeirra sem óskaði eftir miða. Hann hinsvegar fékk miðana ekki þar sem hann er kjörinn varabæjarfulltrúi. „Ef menn átta sig á hversu mikill drulluskapur er í þessari pólitík, að Ármann vitni beint í tölvupóst sem ég sendi honum trúnaðarlega, í svari við spurningu sem tengist ekki málinu,“ segir Sigurjón. Í siðareglum Kópavogsbæjar segir: „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna. Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjónustu Kópavogsbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.“Leigan lykilatriði Sigurjón telur þetta algjört brot á siðareglum, en svarar þó ekki til um það hvort hann hefði mætt á tónleikana hefði hann fengið miða. Það sem mestu máli skipti sé leigan á Kórnum og hvort kjörnir bæjarfulltrúar og aðrir starfsmenn hafi þegið gjafirnar gegn því að veita afslátt á leigunni á móti. „Hvert er verðmæti þrjátíu miða? Þetta er hálf milljón í gjöfum. Þetta er ein milljón í götuvirði. Og að menn séu að gera lítið úr þessu,“ segir Sigurjón.
Tengdar fréttir Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00 „Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30 Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Sena bauð bæjarfulltrúum á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. 30. ágúst 2014 07:00
„Frábærar fréttir, ég er klár ásamt maka“ Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá. 2. september 2014 07:30
Hluti af starfsskyldum að fara á tónleika Timberlake Bæjarfulltrúi VG í Kópavogi var einn þeirra sem þáði boðsmiða sem bárust bæjarskrifstofum frá Senu til að fara á tónleika Justins Timberlake í Kórnum um síðustu helgi. 30. ágúst 2014 14:46