Innlent

Einkunnir hækka hjá rúmlega helmingi nemenda

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gefið var rangt fyrir fjórar spurningar sem sem getur haft þau áhrif að það muni allt að einum heilum í einkunnum nemenda.
Gefið var rangt fyrir fjórar spurningar sem sem getur haft þau áhrif að það muni allt að einum heilum í einkunnum nemenda. Vísir/Vilhelm
Mistök voru gerð við útreikning einkunna í samræmdu prófi í stærðfræði sem 4. bekkingar þreyttu í haust. Gefið var rangt fyrir fjórar spurningar sem sem getur haft þau áhrif að það muni allt að einum heilum í einkunnum nemenda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Námsmatsstofnun sem hefur nú leiðrétt svarblaðið fyrir stærðfræðiprófið og endurreiknað einkunnir allra nemenda. Ekki er þó heimilt að lækka áður útgefnar einkunnir heldur aðeins hækka, og því breytast niðurstöður sem birtar eru nemendum einungis til hækkunar.

Alls munu einkunnir hækka hjá 2.058 nemendum af þeim 3.936 sem tóku prófið.

Námsmatsstofnun segist í tilkynningu harma þessi mistök og biður viðkomandi nemendur afsökunar á þeim. Farið verði yfir verkferla á næstunni til að tryggja að svona mistök muni ekki eiga sér stað í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×