Oddvitar setja spurningamerki við hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2014 21:10 Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“ Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“
Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08