Oddvitar setja spurningamerki við hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2014 21:10 Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“ Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks setja stórt spurningamerki við það hvort Framsóknarflokkur sé stjórntækur, bæði í borginni og á landsvísu.Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar sagðist hugsi á hvaða leið Framsóknarflokkurinn væri. „Ég held að við ættum að gefa Framsóknarflokknum rými, ekki bara í borginni heldur á landsvísu, til þess að skýra betur í hvaða leiðangri hann er áður en við getum svarað því hvort Framsóknarflokkurinn er yfir höfuð stjórntækur,“ sagði Dagur í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld. Hann vísar í ummæli oddvita Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um að afturkalla ætti lóðaúthlutun mosku í Sogamýri. Fyrir kosningar sagði Dagur ummæli hennar örvæntingafulla leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. „Ég bara vísa til þess að það hefur verið lykillinn af afkomu hægri popúlista flokka, til dæmis í Skandinavíu, að væntanlegir samstarfsaðilar þeirra hafa gert kröfu til þeirra að þeir hagi málflutning sínum með mjög ábyrgum hætti. En ég er ekki að fullyrða neitt,“ sagði Dagur jafnframt.S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar sagði málið alvarlegt. „Það er hægri öfgalykt af þessum málflutningi. Það hefur enginn komið fram og sagt „Neinei, þetta er ekki það sem við stöndum fyrir“ heldur hefur frekar verið gefið í,“ sagði Björn. „Þau fá þarna tvo borgarfulltrúa, með í sjálfu sér mjög fá atkvæði á bakvið hvern fulltrúa. Framsóknarflokkurinn virðist oft fá ansi marga fulltrúa fyrir fá atkvæði. Það er sérkennilegt.“ Þá sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, að hann vonaðist til að málið yrði rætt frekar. „Hvort hann er stjórntækur í meirihluta í borginni ræðst einmitt af því hvort hægt er að ná saman um almennilegan málefnilegan samning.“
Tengdar fréttir „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent