Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. maí 2014 20:02 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels