Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. maí 2014 20:02 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43