Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 14:10 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, telur að stjórnmálaumræða á Íslandi sé ekki nógu frjálslynd og það séu mjög fáir stjórnmálamenn sem þori að ögra og segja eitthvað sem vekur athygli á málum sem skipta máli. Hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgunni í hádeginu. Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri. Hann bætti þó við að hann teldi að múslimum ætti að vera frjálst að byggja mosku annarsstaðar í borginni, ef byggingin myndi falla vel að umhverfinu. Hann sagði einnig að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hafi haft áhrif á gengi Framsóknar víða um land, einnig í borgarstjórnarkosningunum.Vill ekki mosku í Sogamýri „Ef að staðan væri sú að menn væru að velta því fyrir sér hvað ætti að gera við akkúrat þetta svæði í Sogamýrinni, þá myndi ég held ég styðja það, að þar yrði svona almenningsgarður, af því að þetta er líka miðpunktur höfuðborgarsvæðisins. Ég held að akkúrat miðpunkturinn sé á þessum bletti, eða þarna rétt hjá,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það er nóg af byggingarlandi í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu.“Myndir þú vilja að moskan yrði byggð annarsstaðar?„Ég hef fyrst og fremst skoðun á því hvernig byggingar falla að umhverfinu. Ekki hvað menn gera í byggingunum, þannig að moska eða annarskonar byggingar geta menn auðvitað byggt ef að þær– að mínu mati – falla vel að umhverfinu.“Þú gerir semsagt enga athugasemd við það þó að múslimar byggi sér bænahús?„Nei, nei.“Stjórnmálin orðin fyrirsjáanlegSigmundur var einnig spurður út í minnkandi kjörsókn í kosningum hér á landi og þá sértaklega í þessum kosningum. Að mati forsætisráðherra er ein af ástæðunum sú að stjórnmálin séu orðin fyrirsjáanleg og lítt spennandi. Hann telur að umræðan sé í fjötrum, að það skorti frjálslyndi í hana. „Það er svo þröngur rammi utan um hvað má segja. Þannig að þegar stjórnmálamenn mæta í spjallþætti, þá getur maður nánast gefið sér það fyrirfram – maður gæti skrifað handritið fyrirfram að því hvernig þátturinn verður. Menn eru að endurtaka sömu klisjurnar og sömu frasana, sömu spurningarnar og sömu svörin. Það er voða lítið sem kemur á óvart og mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi eða eitthvað sem vekur umræðu um grundvallaratriði.“Flugvallarmálið, moskuumælin og skuldaniðurfellinginSigmundur var spurður að því hvort hann teldi hafa verið mikilvægara í baráttu flokksins í kosningabaráttunni; Flugvallarmálið eða moskumálið. Sigmundur viðurkenndi að moskumálið hafi vakið athygli á flokknum. „Náttúrulega...þessi mikla umræða um moskuna vó augljóslega þungt í því að vekja athygli á flokknum og láta umræðuna snúast svolítið um hann.“ Forsætisráðherrann vildi þó einnig þakka skuldarniðurfellingu ríkisstjórnarinnar fyrir aukið fylgi Framsóknarflokksins í borginni og annarsstaðar á landinu. Hann segir að Framsókn sjái töluverðan árangur í landsmálum. Hann var spurður hvort niðurfellingin hafi því ekki komið á afar heppilegum tíma, rétt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. „Auðvitað var mikilvægt að það skyldi takast að klára þetta á innan við ári.“Og rétt fyrir kosningar, það var ekki síðra?„Já,já, það vill svo til að sveitastjórnarkosningarnar voru ári eftir alþingiskosningarnar að þessu sinni.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira