Skemmtistað í vesturhluta Reykjavíkur var lokað í nótt vegna þess að ungmenni höfðu fengið þar að kaupa áfengi. Lögregla lokaði staðnum og voru ungmennin sótt á lögreglustöð.
Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í nótt. Lögregla stöðvaði einnig þó nokkra ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur, þar af tvo sem reyndust á stolnum bíl.
Uppfært: Skemmtistaðurinn sem um ræðir var Park á Hverfisgötu. Eigandi segir í samtali við Vísi ekki satt að ungmennin hafi verið afgreidd um áfengi. Sjá tengda frétt.
