Námsmenn mótmæla á Austurvelli á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 13:30 Frá Austurvelli. VISIR/GVA Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Allar námsmannahreyfingar á Íslandi boða til samstöðufundar á morgun þriðjudag og hefst fundurinn klukkan 15:00. Markmiðið með fundinum er að sýna samstöðu gegn þeim niðurskurði og kjaraskerðingum sem íslenskir námsmenn hafa mátt þola síðustu ár, er kemur fram í fréttatilkynningu. „Á Íslandi eru námsmenn ekki forréttindahópur, heldur lágstétt. Lágstétt sem hefur þurft að þola síendurteknar skerðingar þrátt fyrir að vera nauðsynleg samfélaginu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Þrjár framsögur verða fluttar á fundinum; Fyrst tekur til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Því næst stígur Anna Marsibil Clausen, formaður Landssambands íslenskra stúdenta í pontu. Síðustu ræðu fundarins flytur Laufey María Jóhannsdóttir, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Að ræðum loknum taka við tónlistaratriði sem auglýst verð þegar nær dregur. Ennfremur verða veitingar á boðstólnum. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 650 manns boðað komu sína á fundinn á morgun. Eru þetta önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli í vikunni en eins og Vísir hefur áður greint frá verður afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið mótmælt þar í dag. Í auglýsingu fyrir viðburðinn eru reifaðar helstu ástæðurnar fyrir samstöðufundinum sem eru sem hér segir:* LÍN stefnir að því að vega að jafnrétti og jöfnum tækifærum til náms. * Niðurskurður til menntamála hefur verið viðvarandi nú í sex ár. Það bitnar á gæðum náms og kennslu og hefur langvarandi áhrif á aðstæður námsmanna. * Námsframvindukröfur LÍN verða hækkaðar í 22 einingar úr 18 einingum að öllu óbreyttu. Það þýðir að námslán um 2000 námsmanna verða í ólestri. * Frítekjumörk námslána hafa verið 750.000 krónur á ári síðan 2009. Þau hafa ekki hækkað eftir verðlagi og ættu nú að vera að minnsta kosti 940.000 krónur. Það sýnir að námsmenn hafa tekið á sig gríðarlegar launaskerðingar síðustu ár. * Námsmenn í HÍ eru skattlagðir sérstaklega þar sem skrásetningargjöld í háskóla eru hækkuð, nú annað árið í röð, og peningurinn rennur ekki til háskólans. Aðeins 39 milljónir af 180 renna til HÍ. Hækkun skrásetningargjalda hafa áhrif á alla háskóla á Íslandi. * Grunnframfærsla LÍN er 144.000 krónur á mánuði og er ekki í takt við önnur neysluviðmið. * Verðlag í landinu hefur einnig áhrif á kjör námsmanna. Með því er sífellt verið að seilast í vasa þeirra án þess að kjör vænkist á móti. * Húsnæðismál námsmanna eru í lamasessi. * Námsmannakort Strætó hefur hækkað um 100% á tveimur árum. * Það er gríðarlega mikilvægt fyrir framþróun íslensks samfélags að það teljist fýsilegur kostur að mennta sig og vera námsmaður. *Óháð því hvort þú ert framhalsskólanemi, háskólanemi eða almennur þjóðfélagsþegn; við hljótum að sammælast um að fjárfesting í menntun og mannauði sé ein mikilvægasta fjárfesting samfélagsins.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira