Kennarar tilbúnir í verkfall Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 12:46 Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. VÍSIR/HEIÐA Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis. Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall. Til stendur að það hefjist 17. mars, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lauk fyrir skömmu og eru tölurnar svohljóðandi: Á kjörskrá voru 1.541, atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9 prósent. Já sögðu 1.173 eða 87,6 prósent. Nei sögðu 134 eða 10 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4 prósent. „Við erum búin að funda stíft að undanförnu og munum halda því áfram til þess að reyna að ná einhverjum sameiginlegum samningsfleti. Ég vil jafnframt segja það að það ber ennþá mjög mikið á milli samningsaðila,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Aðalheiður segir að það sem er að valda því að samningaviðræður séu þetta erfiðar sé sú staðreynd að framhaldsskólarnir séu í fjárhagslegu þroti en að samningsaðilar geti ekki samið um aukin framlög til skólanna. Það sé alfarið á valdi stjórnvalda.Frá talningu um verkfallsboðun framhaldsskólakennara í morgun: Björgvin Eyjólfur Björgvinsson, Helga Sighvatsdóttir og Stella Kristjánsdóttir.visir/gvaFarið er fram á að laun kennara í framhaldsskólum standist samanburð sambærrilegra hópa sem og háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu. Þá er einnig farið fram á að umbætur verði gerðar á rekstri skólanna þannig að þeir geti valdið hlutverkum sínum. „Þetta finnst okkur vera mjög eðlileg og sanngjörn krafa og vona ég svo sannarlega að við getum náð kjarasamningum við eðlilegar aðstæður.“ Aðalheiður segist vongóð um að samningar náist og segir engan kennara vilja verkfall, og sé það ekki markmið þeirra. Hinsvegar ef samningar náist ekki fyrir tilsettan tíma þá muni þeir grípa til þessa neyðarúrræðis.
Tengdar fréttir Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19 Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55 „Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Fæst úr skorið með verkfall kennara í dag „Tölurnar eiga að liggja fyrir eftir hádegi eða síðdegis í síðasta lagi,“ segir Aðalbjörn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi kennarasambandsins. 28. febrúar 2014 10:19
Framhaldsskólakennarar hafa kosið um verkfallsboðun Svo gæti farið að boðað verði til verkfalls laugardaginn næstkomandi. 21. febrúar 2014 16:55
„Komi til verkfalls er ábyrgðin alfarið á herðum stjórnvalda“ Stjórn Kennarasambands Íslands ályktar um stöðuna í kjarabaráttu framhaldsskólakennara. 27. febrúar 2014 15:38