Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Ragnhildur Hauksdóttir Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira