Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2014 22:15 Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. vísir Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum. Brestir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. Konan vildi segja sína upplifun af vændi, en hún segist ekki gera þetta af nauðsyn, heldur vegna þess að henni finnist þetta spennandi. Hún lítur á vændið sem leið til að auka tekjur heimilisins. „Ef ég væri að reiða mig á þetta væri þetta miklu meiri píning,“ sagði hún í þættinum. Hún segir að vegna þess að hún sé í þeirri aðstöðu að þurfa ekki að stunda vændi geti hún hafnað ákveðnum viðskiptavinum. „Útaf því að ég er ekki að gera þetta útaf fjárhaglegum örðugleikum get ég alveg verið „picky““. Konan, sem kom ekki fram undir nafni, sagðist vera 22 ára gömul, eiga barn og mann. Hún sagði frá því að maðurinn hennar viti af vændinu og sé samþykkur því. Hún sagði meira að segja frá því að stundum, þegar viðskipavinir hennar kæmu í heimsókn væri maðurinn hennar heima og væri inni í eldhúsi á meðan viðskiptavinir hennar færu með henni inn í herbergi. Hún sagðist vilja koma fram og segja sína sögu til þess að leiðrétta þá mynd sem margir hefðu af vændi. „Mér finnst vera svolítið röng mynd af þessu öllu. Auðvitað eru margar stelpur og margir strákar sem eru í þessu í vandræðum og neyslu og hafa verið neydd út í þetta og finnst þetta bara hræðilegt. En svo eru líka fólk eins og ég sem á mann og barn og fjölskyldu bara. Og lifi venjulegu lífi en geri þetta svona upp á djókið, skilurðu. Svona með? Ég held að fólk þurfi að fá að sjá út fyrir rammann. Bara átta sig á því að það er ekki alltaf allt sem sýnist.“vísirHún sagði frá því að flestir hennar viðskiptavinir væru giftir og yfir fertugu. En í þættinum fer hún og heimsækir mann í Hafnarfirði sem er um tvítugt. Hún sagðist alltaf tala við eiginmann sinn áður en hún hittir nýja viðskiptavini og hafi svo samband við hann aftur þegar viðskiptunum er lokið, til þess að tryggja öryggi sitt. Í þættinum kom einnig fram hversu auðvelt það er að kaupa vændi hér á landi; aðgengið er gífurlega gott á netinu. Í þættinum var einnig rætt við Ragnheiði Haralds- og Eiríksdóttur sem er hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Hún sagði að saga konunnar gæti verið notuð af vændiskaupendum til þess að réttlæta gjörðir sínar. Þá sagði hún allar líkur á því að konan myndi sjá eftir þessu síðar meir. Dæmin sýndu það. Hún sagði að mýmörg dæmi væru um að þeir stunduðu vændu fremdu sjálfsmorð. „Þetta eru grey sem hafa kannski dottið úr í fyrsta ári í menntaskóla og farið að sprauta sig á Hlemmi.“ Hún sagði að þær konur stunduðu vændi til þess að eiga fyrir næsta skammti eða bara fyrir lífinu. „Þangað til að eitthvað gefur sig. Þá lenda þær hérna.“ Konan sagði í lok þáttarins: „Mér finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Og ef ég er dugleg þá ég fæ mjög vel borgað fyrir þetta. Og það er rosalega gaman fyrir mig og fjölskyldu mína. Af hverju ætti einhverjum að blöskra þó svo að ég sé ekki í skrifstofu starfi frá níu til fimm?“ Hér að neðan má sjá þrjár klippur úr þættinum.
Brestir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira