Golden Globe-verðlaunin afhent í kvöld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2014 11:36 Það eru myndirnar 12 Years a Slave og American Hustle sem eru með flestar tilnefningar. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. Golden Globes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent í Kaliforníu í kvöld, en verðlaunin eru oft sögð gefa vísbendingu um hverjir verða sigursælir á Óskarsverðlaunahátíðinni. Það er kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, sem hlaut flestar tilnefningar í ár, ásamt myndinni American Hustle eftir leikstjórann David O. Russell. Myndirnar eru tilnefndar í sjö flokkum og eru leikstjórar beggja mynda tilnefndir, sem og handritshöfundar. 12 Years a Slave er tilnefnd sem besta dramatíska kvikmynd á meðan American Hustle er tilnefnd í flokki gamanmynda og söngleikja. Kvikmynd Alexanders Payne, Nebraska, fylgir á hæla þeirra með fimm tilnefningar. Myndirnar Captain Phillips og Gravity eru svo með fjórar tilnefningar hvor. Sérstaklega ríkir spenna í flokki bestu aðalleikkvenna en þar þykja þær Cate Blanchett og Sandra Bullock sigurstranglegar. Blanchett er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine, en Bullock fyrir frammistöðu sína í geimmyndinni Gravity. Þá er danska kvikmyndin Jagten, eftir leikstjórann Thomas Vinterberg, tilnefnd í flokki bestu mynda á tungumálum öðrum en ensku, en myndin naut mikilla vinsælda hér á landi í fyrra. Keppir hún við myndina Blue Is the Warmest Color frá Frakklandi, The Great Beauty frá Ítalíu, The Past frá Íran og The Wind Rises frá Japan.Golden Globe-verðlaunin verða í beinni útsendingu Stöðvar þrjú og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti.
Golden Globes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira