Telur að gosið fjari út snemma á næsta ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. október 2014 10:46 vísir/egill aðalsteinsson Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands. Bárðarbunga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Dregið hefur úr sigi í Bárðarbungu jafnt og þétt og með þessu áframhaldi er hægt að áætla að gosið í Holuhrauni fjari út snemma í byrjun næsta árs. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur en hann segir gosið í Holuhrauni minna sig að mörgu leyti á Kröflugosið sem stóð yfir í níu ár, eða frá 1975 til 1984. „Það er svona eðlilegt að þetta hraunrennsli haldi áfram en það fer fljótt að draga úr því. Frá upphafi hefur sigið verið að hægja á sér og þá er svona að vissu leyti hægt að áætla hvenær gosinu líkur,“ segir Haraldur. „En það er ekkert víst að þetta sé samskonar virkni og í Kröflu en þetta svipar til virkninnar. Þá byrjaði gos og sig og svo hætti sigið og gos hófst aftur. Þannig hélt þetta áfram í níu ár,“ bætir hann við. Svipaður kraftur er í gosinu og verið hefur og er meðalhraunflæði áætlað á bilinu 230-350 m3/s. Flatarmál hraunsins er um 56 ferkílómetrar og samkvæmt útreikningum Haraldar ætti að vera komið upp á yfirborðið um eða yfir 914 milljón rúmmetrar. Þykkt hraunsins sé því um sextán metrar að meðaltali, sem sé nokkuð há tala fyrir hraunþykkt. Töluverð mengun stafar af gosinu og búast má við gasmengun um tíma víða á vestanverðu landinu í dag, frá Húnaflóa og sunnanverðum Vestfjörðum í norðri, suður um Reykjanes og uppsveitir Suðurlands.
Bárðarbunga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira