Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.” Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.”
Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30