Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.” Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.”
Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30