Innlent

Stóðust áskorun með því að skauta

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá ferð hópsins í Skautahöllina.
Frá ferð hópsins í Skautahöllina. Mynd/Barnaheill
Hópurinn að baki sjónvarpsþáttarins Með okkar augum skellti sér á skauta í Skautahöllinni í Laugardal í dag. Þannig stóðust þau áskorun sem þau tóku í tengslum við áheitasöfnun Jólapeysunnar, en í ár rennur féð úr þeirri söfnun til Vináttu, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.

Eiður Sigurðarson, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Skúli Steinar Pétursson og Andri Freyr Hilmarsson skipuðu hópinn sem fór á skauta í dag og sjást þau á meðfylgjandi myndum. Enn er hægt að heita á hópinn því söfnunin heldur áfram til áramóta

Mynd/Barnaheill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×