Dómar einskis virði ef sakborningar njóta ekki fulls réttar Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2014 23:13 „Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
„Við skulum muna það að auðvitað viljum við að allir þeir sem gerðu eitthvað af sér í aðdraganda þessa bankahruns með refsiverðum hætti sæti ábyrgðar fyrir það. Þegar það er gert skulum við muna það að dómar yfir mönnum eru einskis virði ef þeir hafa ekki fengið að njóta fulls réttar til að verja sig og koma fram með öll sín sjónarmið.“ Þetta sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Dómar í tveimur málum sérstaks saksóknara gegn stjórnendum föllnu bankana var til umræðu í þættinum Eyjan á Stöð 2 í kvöld. Sem og réttindi sakborninga til að eiga viðræður við sína verjendur.Björn Ingi Hrafnsson ræddi við þá Jón og Brynjar Níelsson, Hæstaréttarlögmann, þingmann og fyrrverandi formann Lögmannafélagsins. Jón Steinar sagði menn eiga rétt á því að verja sig þegar þeir eru sakaðir um refsiverð brot. Venjulegir menn hafi kannski ekki þekkingu á lögum til að geta sinnt því sem þarf að sinna. Þá séu til lög um að skipa þeim verjendur svo þeir fái notið þeirra réttinda sem lög kveða á um að þeir eigi að njóta. „Þessu fylgir óhjákvæmilega að það er algjör trúnaður á milli ákærðs manns og verjanda hans. Það er mjög alvarlegt mál að mínu mati, ef lögregluyfirvöld eða saksóknarar brjótast inn fyrir þennan vegg og hlera símtöl á milli þessara aðila,“ sagði Jón Steinar. „Ég spyr bara hvenær ætla þeir næst með hljóðnema upp í hjónarúmið hjá sakborningum?“ Hann sagði sérkennilegt ástand hafa skapast á Íslandi eftir bankahrunið, sem væri skaðlegt réttarríkinu. „Ég tala bara hug minn og er búinn að fylgjast vel með þessu. Ég er alveg staðráðinn í því að tala um það sem um þarf að tala í þessu,“ sagði Jón Steinar.Hefur áhyggjur af brotum á reglum „Af því að þessi friðhelgi einkalífsins er svona mikilvæg, þess vegna er sett svona ströng skilyrði,“ sagði Brynjar. „Og menn víkja þeim svolítið til hliðar af því að það er ákveðið hugarástand í samfélaginu.“ „Þess vegna eru þessir menn ekki að njóta þessara réttinda og þá vil ég síður að við séum að dæma menn sem ekki hafa notið þessa eðlilegu réttinda. Að við séum að brjóta reglur um rannsóknir, brjóta grundvallarreglur réttarríkisins í svona tilgangi. Það er það sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Brynjar. „Ég hef alveg talað eins þegar menn sem hafa verið sakaðir um nauðgun, kynferðisbrot, síbrotamenn, ég tala nákvæmlega eins um réttindi þeirra. Þá hefur maður verið uppnefndur sem vinur nauðgara og slíkt. Nú er ég bara vinur einhverja hvítflibba glæpamanna.“ Viðtalið við þá Jón Steinar og Brynjar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira