Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Ásgeir Erlendsson skrifar 22. september 2014 10:49 „Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
„Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira