Raggi Bjarna er ekki að hætta áttræður Ásgeir Erlendsson skrifar 22. september 2014 10:49 „Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá. Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira
„Það var kona sem sagðist muna eftir mér í afmæli árið 1947. Þá var ég að spila á trommur þannig að ég byrjaði ferilinn 13 ára,“ segir Ragnar Bjarnason, en hann fagnar áttræðisafmæli sínu í dag. Ragnar ætlar að syngja á meðan heilsan leyfir enda líður honum best í kringum tónlist.„Ég held að Raggi sé einn mesti gleðigjafi sem þjóðin hefur eignast,“ segir Magnús Ólafsson.Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf því foreldrar hans voru hljómlistarfólkið Bjarni Böðvarsson og Lára Magnúsdóttir. Tvítugur var Raggi búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu og skömmu síðar lék hann með KK sextettinum, Hljómsveit Svavars Gests og var í rúm tuttugu ár með sína eigin sveit, Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, á Hótel Sögu. Eitt mesta ævintýrið á ferlinum segir Raggi hafa verið stofnun Sumargleðinnar sem ferðaðist um landið að sumri í fimmtán ár. „Það var bara allt brjálað í kringum þetta. Söngur, gleði og grín.“ Árið 1960 kom út lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig sem landsmenn þekkja flestir. Til að byrja með varð Raggi að syngja það á hálftímafresti til að fá frið á böllum.„Hann er léttur og skemmtilegur. Mátulega kærulaus en samt algjör fagmaður,“ segir Jón Ólafsson um Ragga Bjarna.„Það eru 54 ár síðan ég söng þetta inn í Kaupmannahöfn. Ég vissi alltaf að þetta yrði vinsælt.“ Ragnar hélt upp á afmælið um helgina með tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu en um næstu helgi ferðast hann til Akureyrar þar sem tónleikarnir verða settir upp í Hofi. Að auki kom út sextíu laga safnplata með hans helstu perlum. Platan heitir einfaldlega, Raggi Bjarna 80 ára. Eitt lagið sker sig úr af lögunum sextíu á disknum en það er lagið Barn sem Ragnar samdi sjálfur.„Það eru ekki margir sem þekkja týpuna. Hún er allt frá því að vera þessi kæruleysislegi og lífsglaði lífskúnstner og í það að vera mjög vandaður listamaður, þvert ofan í það sem hann lætur upp,“ segir Ómar Ragnarsson um Ragnar.„Svavar Gests kom og sagði Raggi, þú verður að semja lag. Ég sagði við hann, ertu vitlaus maður ég hef aldrei samið lag. Það passar, sagði Svavar. „Þú ert alveg mátulega vitlaus til að gera það"." Aðspurður segist Ragnar ekki tilbúinn til að hætta í tónlist. „Þetta er nú sú spurning sem er búin að vera gutla í kringum mig í rúm 20 ár. Ég svara henni ekki neitt. Ég get ekki sagt það. Ég spurði konuna hvort ég ætti ekki að hætta eftir áttræðisafmælið. Hún sagði, ertu vitlaus maður, þú verður brjálaður. Hún veit hvernig mér líður best og það er í tónlistinni. Ég er ekki tilbúinn ennþá.“ Nánar verður rætt við Ragnar Bjarnason í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55 í opinni dagskrá.
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sjá meira