Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. september 2014 20:11 Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). Rætt var við Ólaf í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði eða hér. Samkeppniseftirlitið sektaði fyrr í dag MS um 370 milljónir króna vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga sem felur í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot MS fólust í því að fyrirtækið seldi ógerilsneydda hrámjólk á 17 prósent hærra verði til Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú heldur en fyrirtækið seldi tengdum fyrirtækjum. Samkeppniseftirlitið hóf rannsókn á málinu í byrjun síðasta árs þegar Mjólkurbúið Kú ehf. sem var m.a. í eigu Ólafs Magnússonar kvartaði til eftirlitsins en Ólafur stofnaði einnig fyrirtækið Mjólku ehf. sem hóf samkeppni við MS árið 2005. Rannsóknin leiddi í ljós að MS hefði mismunað Mjólkurbúinu Kú ehf. og áður Mjólku á meðan hún var í eigu fyrri eigenda, með því að selja fyrirtækjunum ógerilseydda hrámjólk á allt að 17 prósent hærra verði en gilti gagnvart aðilum tengdum MS, þ.e. Kaupfélags Skagfirðinga og síðar Mjólku þegar hún hafði verið seld til Kaupfélags Skagfirðinga. Var þessi mismunun í hráefnisverði að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að veikja Mjólku sem keppinaut MS og tengdra félaga og stuðla að sölu félagsins til Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Eftir að Mjólka komst í eigu KS fékk félagið hrámjólk á allt öðru og lægra verði en áður frá MS, en þegar félagið var keppinautur MS og KS á mjólkurvörumarkaði. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt:„Keppinautar MS þurftu því ekki aðeins að sæta því að markaðsráðandi fyrirtæki beitti þá mismunun í verði heldur einnig að félög tengd MS fengju þetta hráefni á mun lægra verði sem var til þess fallið að veita þeim verulegt samkeppnisforskot gagnvart Mjólku I og Mjólkurbúinu. (...) Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að MS hafi með alvarlegum hætti brotið gegn c. lið 2. mgr. 11. gr. samkeppnislaga.“Einar Sigurðsson forstjóri MS gaf ekki kost á viðtali en sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í dag að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kæmi verulega á óvert og að MS hefði þegar ákveðið að vísa henni til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira