Tvö kynferðisbrot kærð til lögreglunnar á Selfossi Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 11:59 Frá Selfossi. Vísir/Pjetur Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Árnessýslu um helgina. Annað var á Flúðum og hitt á Selfossi. Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot, þar sem ungur karlmaður gekk inn á konu sem var á almenningssalerni. Hitt atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og hefur lögreglan það til rannsóknar. Lögreglan segir ekki hægt að upplýsa frekar um þessi mál að svo stöddu þar sem þau séu í rannsókn. Þá kom til slagsmála á Flúðum aðfararnótt laugardags, sem lauk með því að maður tók upp dúkahníf og lagði til annars og skar hann á fætinum. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda átakana, árásina og lyktir hennar að hafa samband í síma 480-1010. Önnur líkamsárás var kærð á Flúðum sömu nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þar hafi verið um minni háttar árás að ræða þar sem stimpingar áttu sér stað milli ungs fólks. Brotist var inn í Tryggvaskála á Selfossi í nótt þar sem þjófur skreið inn um rúðu sem hann braut. Sá hafði á brott sjóðsvél og lögreglan biður einstaklinga sem búa yfir upplýsingum um innbrotið að hafa samband. Ellefu umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í Árnessýslu en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla var kölluð til fimm sinnum vegna slysa á fólki. Maður axlarbrotnaði á Flúðum á sunnudaginn og var hann fluttur til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá fór maður úr axlarlið þegar honum skrikaði fótur og féll við Kerið. Einnig slasaðist kona á höfði þegar hún féll á palli við sumarbústað í Bláskógabyggð. Þar datt svo maður af hestbaki í gær og skaddaðist á baki. „Lögreglan á Selfossi vill koma þakklæti til ökumanna sem sýndu öðrum tillitssemi í umferðinni. Ekki síður er þökkum komið til þeirra vegfaranda sem hringdu til lögreglu með ábendingar um ökumenn sem sýndu ábyrgðarleysi og glannaskap í umferðinni. Í mörgum tilvikum náðu lögreglumenn til þessara ökumanna. Upplýsingar af þessu tagi eru mjög mikilvæg viðbót við þá frábæru leiðbeiningar frá starfsfólki Samgöngustofu sem fluttar voru í fjölmiðlum alla helgina. Allt þetta leiddi til þess að nú er hægt að státa af því að enginn alvarleg slys urðu í umferðinni þessa miklu umferðarhelgi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Tvö kynferðisbrot voru kærð til lögreglunnar í Árnessýslu um helgina. Annað var á Flúðum og hitt á Selfossi. Í öðru tilvikinu er um að ræða blygðunarsemisbrot, þar sem ungur karlmaður gekk inn á konu sem var á almenningssalerni. Hitt atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi og hefur lögreglan það til rannsóknar. Lögreglan segir ekki hægt að upplýsa frekar um þessi mál að svo stöddu þar sem þau séu í rannsókn. Þá kom til slagsmála á Flúðum aðfararnótt laugardags, sem lauk með því að maður tók upp dúkahníf og lagði til annars og skar hann á fætinum. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um aðdraganda átakana, árásina og lyktir hennar að hafa samband í síma 480-1010. Önnur líkamsárás var kærð á Flúðum sömu nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að þar hafi verið um minni háttar árás að ræða þar sem stimpingar áttu sér stað milli ungs fólks. Brotist var inn í Tryggvaskála á Selfossi í nótt þar sem þjófur skreið inn um rúðu sem hann braut. Sá hafði á brott sjóðsvél og lögreglan biður einstaklinga sem búa yfir upplýsingum um innbrotið að hafa samband. Ellefu umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í Árnessýslu en engin alvarleg slys urðu á fólki. Lögregla var kölluð til fimm sinnum vegna slysa á fólki. Maður axlarbrotnaði á Flúðum á sunnudaginn og var hann fluttur til Reykjavíkur í sjúkrabíl. Þá fór maður úr axlarlið þegar honum skrikaði fótur og féll við Kerið. Einnig slasaðist kona á höfði þegar hún féll á palli við sumarbústað í Bláskógabyggð. Þar datt svo maður af hestbaki í gær og skaddaðist á baki. „Lögreglan á Selfossi vill koma þakklæti til ökumanna sem sýndu öðrum tillitssemi í umferðinni. Ekki síður er þökkum komið til þeirra vegfaranda sem hringdu til lögreglu með ábendingar um ökumenn sem sýndu ábyrgðarleysi og glannaskap í umferðinni. Í mörgum tilvikum náðu lögreglumenn til þessara ökumanna. Upplýsingar af þessu tagi eru mjög mikilvæg viðbót við þá frábæru leiðbeiningar frá starfsfólki Samgöngustofu sem fluttar voru í fjölmiðlum alla helgina. Allt þetta leiddi til þess að nú er hægt að státa af því að enginn alvarleg slys urðu í umferðinni þessa miklu umferðarhelgi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira