Geir spenntur fyrir Washington Freyr Bjarnason skrifar 1. október 2014 07:00 Geir H. Haarde hefur verið skipaður í embætti sendiherra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. Fréttablaðið/Anton Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið. „Ég lít á þetta sem mjög spennandi verkefni. Það er mjög margt hægt að gera er varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á öllum sviðum, eins og í stjórnmálum, viðskiptum, mennta- og menningarmálum og fleiru,“ segir Geir, sem hefur störf um áramótin. „Það er mikið af tækifærum framundan.“ Hann segist þekkja vel til í Bandaríkjunum, enda stundaði hann nám þar í sex ár í þremur mismunandi háskólum. „Ég bjó m.a. í tvö ár í Washington og síðan þá hef ég verið þar í miklum samskiptum sem hafa tengst mínum ýmsu störfum í gegnum árin,“ segir Geir. „Ég hef haldið sambandi við fjölmarga í stjórnsýslunni þarna, í háskólum og viðskiptalífi, víða um Bandaríkin. Það er nú þannig í svona starfi að sambönd og tengsl sem byggjast kannski upp á löngum tíma geta verið mjög mikilvæg,“ bætir hann við. „Svo þekki ég íslensku utanríkisþjónustuna vel bæði af áralöngu samstarfi við marga af starfsmönnum hennar og einnig sem utanríkisráðherra. Þannig að í stuttu máli hlökkum við hjónin mikið til að takast á við þetta verkefni.“ Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu árið 2012 vegna óréttlátrar málsmeðferðar en hann var ákærður af Alþingi 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Málið er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið. „Ég lít á þetta sem mjög spennandi verkefni. Það er mjög margt hægt að gera er varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á öllum sviðum, eins og í stjórnmálum, viðskiptum, mennta- og menningarmálum og fleiru,“ segir Geir, sem hefur störf um áramótin. „Það er mikið af tækifærum framundan.“ Hann segist þekkja vel til í Bandaríkjunum, enda stundaði hann nám þar í sex ár í þremur mismunandi háskólum. „Ég bjó m.a. í tvö ár í Washington og síðan þá hef ég verið þar í miklum samskiptum sem hafa tengst mínum ýmsu störfum í gegnum árin,“ segir Geir. „Ég hef haldið sambandi við fjölmarga í stjórnsýslunni þarna, í háskólum og viðskiptalífi, víða um Bandaríkin. Það er nú þannig í svona starfi að sambönd og tengsl sem byggjast kannski upp á löngum tíma geta verið mjög mikilvæg,“ bætir hann við. „Svo þekki ég íslensku utanríkisþjónustuna vel bæði af áralöngu samstarfi við marga af starfsmönnum hennar og einnig sem utanríkisráðherra. Þannig að í stuttu máli hlökkum við hjónin mikið til að takast á við þetta verkefni.“ Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu árið 2012 vegna óréttlátrar málsmeðferðar en hann var ákærður af Alþingi 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Málið er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira