Geir spenntur fyrir Washington Freyr Bjarnason skrifar 1. október 2014 07:00 Geir H. Haarde hefur verið skipaður í embætti sendiherra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. Fréttablaðið/Anton Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið. „Ég lít á þetta sem mjög spennandi verkefni. Það er mjög margt hægt að gera er varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á öllum sviðum, eins og í stjórnmálum, viðskiptum, mennta- og menningarmálum og fleiru,“ segir Geir, sem hefur störf um áramótin. „Það er mikið af tækifærum framundan.“ Hann segist þekkja vel til í Bandaríkjunum, enda stundaði hann nám þar í sex ár í þremur mismunandi háskólum. „Ég bjó m.a. í tvö ár í Washington og síðan þá hef ég verið þar í miklum samskiptum sem hafa tengst mínum ýmsu störfum í gegnum árin,“ segir Geir. „Ég hef haldið sambandi við fjölmarga í stjórnsýslunni þarna, í háskólum og viðskiptalífi, víða um Bandaríkin. Það er nú þannig í svona starfi að sambönd og tengsl sem byggjast kannski upp á löngum tíma geta verið mjög mikilvæg,“ bætir hann við. „Svo þekki ég íslensku utanríkisþjónustuna vel bæði af áralöngu samstarfi við marga af starfsmönnum hennar og einnig sem utanríkisráðherra. Þannig að í stuttu máli hlökkum við hjónin mikið til að takast á við þetta verkefni.“ Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu árið 2012 vegna óréttlátrar málsmeðferðar en hann var ákærður af Alþingi 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Málið er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið. „Ég lít á þetta sem mjög spennandi verkefni. Það er mjög margt hægt að gera er varðar samskipti Íslands og Bandaríkjanna á öllum sviðum, eins og í stjórnmálum, viðskiptum, mennta- og menningarmálum og fleiru,“ segir Geir, sem hefur störf um áramótin. „Það er mikið af tækifærum framundan.“ Hann segist þekkja vel til í Bandaríkjunum, enda stundaði hann nám þar í sex ár í þremur mismunandi háskólum. „Ég bjó m.a. í tvö ár í Washington og síðan þá hef ég verið þar í miklum samskiptum sem hafa tengst mínum ýmsu störfum í gegnum árin,“ segir Geir. „Ég hef haldið sambandi við fjölmarga í stjórnsýslunni þarna, í háskólum og viðskiptalífi, víða um Bandaríkin. Það er nú þannig í svona starfi að sambönd og tengsl sem byggjast kannski upp á löngum tíma geta verið mjög mikilvæg,“ bætir hann við. „Svo þekki ég íslensku utanríkisþjónustuna vel bæði af áralöngu samstarfi við marga af starfsmönnum hennar og einnig sem utanríkisráðherra. Þannig að í stuttu máli hlökkum við hjónin mikið til að takast á við þetta verkefni.“ Geir höfðaði mál gegn íslenska ríkinu árið 2012 vegna óréttlátrar málsmeðferðar en hann var ákærður af Alþingi 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Málið er nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira