Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2014 11:09 Frá Seyðisfirði. Vísir/Einar Bragi/Anton Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður. Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. Málið var tilkynnt til ríkissaksóknara í ágúst og var lögreglunni á Eskifirði í kjölfarið falið að rannsaka málið. Samkvæmt heimildum Vísis má reikna með því að rannsóknin geti tekið langan tíma. Skoða þarf upptökur á hljóð- og myndupptökubúnaði í lögreglubílunum, svokölluðum eyewitness búnaði, nokkra mánuði aftur í tímann. Lögreglumenn úti á landi eru iðulega einir í bílum sínum en eyewitness búnaður á einmitt að auðvelda þeim að vera einir á vakt. Þá þarf lögreglan að reyna að hafa uppi á þeim erlendu ferðamönnum sem greiddu sektirnar og eru, eðli málsins samkvæmt, flestir farnir af landi brott. Sú staða kemur endurtekið upp hjá lögreglumönnum úti á landi að erlendir ferðamenn eru stöðvaðir við of hraðan akstur. Margir hverjir hafa aðeins tök á að greiða sektina í reiðufé sem gerir lögreglumönnum erfitt fyrir. Í sumum umdæmum lögreglu er þeim tilmælum beint til lögreglumanna að taka ekki við sektargreiðslum í reiðufé. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeim möguleika að geta lokið málinu á staðnum og snúa sér að næsta verkefni í stað þess að eyða þeim mun meiri tíma í málið eða einfaldlega sleppa ökumönnunum. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Hann staðfesti þó í samtali við Vísi í gær að um innanhússbrot væri að ræða. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ sagði Jónas. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem hann er grunaður um þar sem hann hefur enn sem komið er ekki verið yfirheyrður.
Tengdar fréttir Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02