Innlent

Runólfur kjörinn framtíðarforseti Evrópusamtaka lyflækna

Atli Ísleifsson skrifar
Runólfur Pálsson.
Runólfur Pálsson.
Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala og prófessor í lyflæknisfræði (nýrnalæknisfræði) við læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn framtíðarforseti Evrópusamtaka lyflækninga.

Það þýðir að hann mun sitja í framkvæmdastjórn samtakanna næstu tvö árin sem framtíðarforseti og taka síðan við sem forseti.

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að kjörið hafi farið fram á fundi Evrópusamtakanna í Tartu í Eistlandi 27. september síðastliðinn.

„Evrópusamtök lyflækna (European Federation of Internal Medicine, EFIM) eru fagsamtök, í raun samband félaga lyflækna í Evrópulöndum. Þau halda árlegt vísindaþing, standa fyrir skóla fyrir unga og verðandi lyflækna og gefa út tvö tímarit, þ. á m. European Journal of Internal Medicine. Skrifstofa samtakanna er í Brussel.  Félag íslenskra lyflækna er aðili að samtökunum en Runólfur hefur verið formaður þess frá 2001,“ segir í tilkynningunni.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×