Frumsýning: Fyrsta sýnishornið úr hinni íslensku Harry og Heimi - Morð eru til alls fyrst! 30. janúar 2014 17:54 Skjáskot úr myndinni Lífið á Vísi frumsýnir fyrstu stikluna úr kvikmyndinni um Harry og Heimi. Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst! er saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. Myndin fjallar um þokkadísina Díönu Klein sem leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar SIgurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma við sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana 2014. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Lífið á Vísi frumsýnir fyrstu stikluna úr kvikmyndinni um Harry og Heimi. Stórmyndin Harrý og Heimir - Morð eru til alls fyrst! er saga um vináttu, fórnfýsi, tryggð, frosnar bunur og óheyrilega veðurfræði. Myndin fjallar um þokkadísina Díönu Klein sem leitar ásjár hjá einkaspæjurunum Harrý og Heimi, þar sem faðir hennar, sem er veðurathugunarmaður á Regingnípu, virðist hafa horfið sporlaust. Harrý og Heimir leggja í leiðangur upp á hálendið og tekst að stöðva svívirðilegt samsæri danskra skíðaáhugamanna um að stela íslenska hálendinu og flytja það úr landi. Aðalhlutverk eru í höndum Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar SIgurjónssonar, Arnar Árnasonar og Svandísar Dóru Einarsdóttur. Að auki koma við sögu Stefán Karl Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson, Kjartan Guðjónsson og Þröstur Leó. Leikstjórn er í höndum Braga Hinrikssonar. Myndin verður frumsynd í kvikmyndahúsum um allt land páskana 2014.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira