Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 20:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“ Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“
Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30