Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. júní 2014 20:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“ Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega í færslu á fésbókarsíðu sinni í dag vegna þeirrar ákvörðunnar Bandaríkjastjórnar að bjóða ekki Íslendingum á hafráðstefnuna Our Ocean. Í færslunni segir Bjarni: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ Bjarni tengir síðan við færsluna frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku í Oklahoma í Bandaríkjunum. Það hlýtur að teljast til undantekninga að formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýni Bandaríkin með þessum hætti. En mun þessi deila hafa einhver áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna? „Ég hef enga trú á því. Ég tel að þessar ábendingar sem þeir hafa komið á framfæri, meðal annars með sendingu frá forseta Bandaríkjanna og svo þetta í tengslum við þessa ráðstefnu, séu svona minniháttar atvik í samskiptum þjóðanna“, segir Bjarni. Það að bera saman hvalveiðar og dauðadóma, er það siðferðislega rétt að gera það með þessum hætti? „Ég er alls ekki að bera saman dauðadóma og hvalveiðar. Ég bendi einfaldlega á það, þegar um er að ræða hvalveiðar, að Bandaríkjamenn eru sjálfir ábyrgir fyrir hvaladrápum og ganga þannig um hafið, til dæmis með tilraunasprengingum í hernaðarskyni, að þeir virðast ekki skeyta mikið um líf sjávardýra.“ Hann segir Íslendinga hafa næg tækifæri til að taka upp hin ýmsu málefnasvið og spyrja hvort ekki þurfi að ræða þau í samskiptum þjóðanna. „Þess vegna er mér eiginlega misboðið þegar að hvalamálin eru látin varpa skugga á samstarf þjóðanna með þeim hætti sem þeir kjósa að gera.“
Tengdar fréttir Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent