Ráðherra getur hugsað sér þjóðaröryggisráð Brjánn Jónasson skrifar 28. maí 2014 00:01 Þótt flestir tengi umræðu um þjóðaröryggi við hermenn og hertól er hugtakið skilgreint mun víðar í skýrslu nefndar sem falið var að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Fréttablaðið/Stefán Unnið verður að nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands á næstu mánuðum og tillaga að stefnu lögð fyrir haustþing Alþingis, segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Rætt var um tillögur að mótun þjóðaröryggisstefnu á fundi á vegum Nexus í Háskóla Íslands í gær og var hann haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ og Varðberg. Þar var fjallað um skýrslu þingmannanefndar sem fékk það verkefni að móta tillögur um þjóðaröryggisstefnu. Ýtarlega var fjallað um skýrsluna í Fréttablaðinu eftir að hún kom út.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að vel megi hugsa sér að stofna íslenskt þjóðaröryggisráð. Hlutverk slíks ráðs yrði að bregðast við hvers konar ógnum sem að landinu steðji, til dæmis hernaðarlegum, vegna náttúruhamfara eða mengunarslyss. „Það er brýnt að það fari fram almenn umræða um niðurstöðu nefndarinnar fyrir utan veggi Alþingis, við þurfum að hleypa sem flestum að þessu máli,“ sagði Gunnar Bragi á fundinum í gær. Hann sagði mótun þjóðaröryggisstefnu hluta af því ferli sem átt hafi sér stað á síðustu árum, þegar ábyrgðin á öryggi landsins hafi í auknum mæli færst yfir á herðar Íslendinga sjálfra.Valur IngimundarsonHugtakið þjóðaröryggi takmarkast ekki við hernað og hertól, heldur nær einnig til netöryggis, náttúruhamfara, mengunarslysa og annarra ógna, eins og fram kemur í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þau drög að þjóðaröryggisstefnu, sem þverpólitísk þingmannanefnd skilaði, líða aðeins fyrir það að orðalagið í þeim er almennt, sagði Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, á fundinum í gær. Valur ritstýrði meðal annars áhættumatsskýrslu fyrir Ísland sem kom út árið 2009. „Þegar farið er ofan í saumana á tillögum nefndarinnar er ljóst að hún byggist í megindráttum á þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt undanfarin ár,“ sagði Valur. „Það er leitast við að ná sem breiðastri samstöðu, og hið almenna orðalag sem einkennir textann er dæmi um það viðhorf.“ Valur sagði þó ljóst að enn væri ágreiningur um nokkur grundvallarmálefni. Dæmi um það er afstaðan til hlutverks Atlantshafsbandalagsins, friðlýsingar Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og samstarfs við Evrópusambandið. Valur sagði fulla þörf á því að stofna íslenskt þjóðaröryggisráð. Það hafi til dæmis komið í ljós í efnahagshruninu, þegar viðbrögð stjórnvalda hafi ekki verið nægilega vel samræmd.Valgerður BjarnadóttirValgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sagði það vissulega tímamót þegar takist að leggja drög að þjóðaröryggisstefnu með stuðningi allra stjórnmálaflokka. Mikill ágreiningur hafi verið um þennan málaflokk í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Hún sagði það mikla áskorun fyrir þá embættismenn sem nú fái það hlutverk að móta tillögu að þjóðaröryggisstefnu. Þeir verði að sameina ólík sjónarmið, og gæta þess að verkefni endi á réttum stöðum í stjórnsýslunni. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Unnið verður að nýrri þjóðaröryggisstefnu Íslands á næstu mánuðum og tillaga að stefnu lögð fyrir haustþing Alþingis, segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Rætt var um tillögur að mótun þjóðaröryggisstefnu á fundi á vegum Nexus í Háskóla Íslands í gær og var hann haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ og Varðberg. Þar var fjallað um skýrslu þingmannanefndar sem fékk það verkefni að móta tillögur um þjóðaröryggisstefnu. Ýtarlega var fjallað um skýrsluna í Fréttablaðinu eftir að hún kom út.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi segir að vel megi hugsa sér að stofna íslenskt þjóðaröryggisráð. Hlutverk slíks ráðs yrði að bregðast við hvers konar ógnum sem að landinu steðji, til dæmis hernaðarlegum, vegna náttúruhamfara eða mengunarslyss. „Það er brýnt að það fari fram almenn umræða um niðurstöðu nefndarinnar fyrir utan veggi Alþingis, við þurfum að hleypa sem flestum að þessu máli,“ sagði Gunnar Bragi á fundinum í gær. Hann sagði mótun þjóðaröryggisstefnu hluta af því ferli sem átt hafi sér stað á síðustu árum, þegar ábyrgðin á öryggi landsins hafi í auknum mæli færst yfir á herðar Íslendinga sjálfra.Valur IngimundarsonHugtakið þjóðaröryggi takmarkast ekki við hernað og hertól, heldur nær einnig til netöryggis, náttúruhamfara, mengunarslysa og annarra ógna, eins og fram kemur í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þau drög að þjóðaröryggisstefnu, sem þverpólitísk þingmannanefnd skilaði, líða aðeins fyrir það að orðalagið í þeim er almennt, sagði Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, á fundinum í gær. Valur ritstýrði meðal annars áhættumatsskýrslu fyrir Ísland sem kom út árið 2009. „Þegar farið er ofan í saumana á tillögum nefndarinnar er ljóst að hún byggist í megindráttum á þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt undanfarin ár,“ sagði Valur. „Það er leitast við að ná sem breiðastri samstöðu, og hið almenna orðalag sem einkennir textann er dæmi um það viðhorf.“ Valur sagði þó ljóst að enn væri ágreiningur um nokkur grundvallarmálefni. Dæmi um það er afstaðan til hlutverks Atlantshafsbandalagsins, friðlýsingar Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og samstarfs við Evrópusambandið. Valur sagði fulla þörf á því að stofna íslenskt þjóðaröryggisráð. Það hafi til dæmis komið í ljós í efnahagshruninu, þegar viðbrögð stjórnvalda hafi ekki verið nægilega vel samræmd.Valgerður BjarnadóttirValgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, sagði það vissulega tímamót þegar takist að leggja drög að þjóðaröryggisstefnu með stuðningi allra stjórnmálaflokka. Mikill ágreiningur hafi verið um þennan málaflokk í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Hún sagði það mikla áskorun fyrir þá embættismenn sem nú fái það hlutverk að móta tillögu að þjóðaröryggisstefnu. Þeir verði að sameina ólík sjónarmið, og gæta þess að verkefni endi á réttum stöðum í stjórnsýslunni.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira