Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 14:45 Ómar Richter varar evrópsk ungmenni við innflytjendum í myndbandinu MYnd/skjáskot Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00