Íslendingur í myndbandi sænsks öfgaflokks Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 14:45 Ómar Richter varar evrópsk ungmenni við innflytjendum í myndbandinu MYnd/skjáskot Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Ungliðar í flokki Svíþjóðardemókrafa hafa sent frá sér nýtt kosningamyndband í aðdraganda þingkosninganna sem fara fram í Svíþjóð í haust.Sverigedemokraterna, eða SD, er hægrisinnaður öfgaflokkur sem barist hefur ötullega fyrir hertri innflytjendalöggjöf í Svíþjóð. Hafa áherslur flokksins verið sagðar einkennast af kynþáttafordómum, andúð á útlendingum, popúlisma og fasisma. Flokkurinn, sem er andsnúinn aðild að Evrópusambandinu hlaut 9.7% kosningum til Evrópuþingsins á dögunum og tvo menn kjörna. Í myndbandinu beina ungliðarnir orðum sínum að ungu fólki í Evrópu og vara það við áhrifum innflytjenda. Segja þau meðal annars að fyrirskipanir frá Brussel séu að hneppa þjóðir Evrópu í ánauð, að Evrópu blæði út og að þau séu af kynslóðinni sem muni verja þjóð sína fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Athygli vekur að Ómari Richter, íslenskum meðlimi flokksins, bregður fyrir þar sem hann ávarpar áhorfendur á íslensku og tekur hann í sama streng og aðrir í myndbandinu. „Brjálæðislegar hugmyndir með blandaða menningu og fjöldainnflutningur á fólki stútar sundur okkar sameinaða fólki,“ segir Ómar meðal annars. William Hahne, einn þeirra sem sést í auglýsingunni með Ómari, rataði í íslenska fjölmiða í nóvember 2010 þegar hann veittist að barþjóni af palestínskum uppruna í miðborg Reykjavíkur. Kastaði Hahne í hann glasi og hreytti í hann rasískum fúkyrðum. Var hann þá á vegum sendinefndar Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu sem fór fram hér á landi. Myndbandið kom inn á netið í gær og hefur verið horft á það rúmlega 36 þúsund sinnum. Það má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41 Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur „Ég hef aldrei hent neinu í neinn,” segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, en hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. 5. nóvember 2010 13:41
Rasismi ungliða skók sendinefnd Svíþjóðar Ungliði úr röðum Svíþjóðardemókrata veittist að barþjóni af erlendum uppruna á Ölstofu Kormáks og Skjaldar í fyrrakvöld og kastaði í hann bjórglasi. Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafði samband við barþjóninn í gær og óskaði eftir að fá að hitta hann svo ungliðinn gæti beðist afsökunar. 5. nóvember 2010 08:00