Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954 Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2014 20:15 Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum. Fréttir af flugi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Sólmyrkvinn á Íslandi árið 1954 þótti svo magnað fyrirbæri að daginn eftir var hann eina málið á forsíðu Alþýðublaðsins en þá varð almyrkvi syðst á landinu. Fuglar flugu til hafs, blóm lokuðu krónum sínum, og himinn og jörð tóku hinum sérkennilegustu litbrigðum, sagði blaðið. Konur fæddu fyrir tímann, stóð á forsíðu Morgunblaðsins, sem lýsti myrkvanum fyrir sextíu árum sem stórkostlegasta náttúrufyrirbrigði síðan Hekla gaus. Fyrir ellefu árum fengum við hringmyrkva, vorið 2003, en skýjaþykkni varð til þess að fáir gátu notið hans og leigðu áhugamenn þá flugvél til að komst upp úr skýjunum til að sjá fyrirbærið sem best og skála. Þá þakti tunglið 94 prósent sólar. Og nú skulum við vonast til þess að föstudagurinn 20. mars renni upp bjartur og fagur því fljótlega eftir að sólin kemur upp á austurhimni mun tunglið ganga inn í hana. Upp úr klukkan hálftíu, þegar sólin, séð úr Reykjavík, verður lágt yfir Bláfjöllum, þá rökkvast í nokkrar mínútur. Svalbarði og Færeyjar verða einu byggðu ból jarðar þar sem sólmyrkvinn sést sem almyrkvi en hérlendis byrjar tunglið að færast inn í skífu sólar klukkan 8.38 frá hægri hlið. Smámsaman hylur tunglið stærri hluta af sólinni og klukkan 9.35 sést hún bara sem örþunn ræma um leið og verulega dimmir.Svona mun sólmyrkvinn líta út, séður úr Reykjavík, þegar hann nær hámarki klukkan 9.37, föstudaginn 20. mars. Örþunn rönd mun þá sjást af sólinni.Að sögn Sævar Helga Bragasonar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mun tunglið hylja 97,5 prósent sólar, séð úr Reykjavík, þegar myrkvinn nær hámarki, klukkan 9.37, en 99,4 prósent sólar, séð frá Austfjörðum, þar sem hann verður dimmastur. Dökkur himinn mun þó aðeins sjást í nokkrar mínútur, strax klukkan 9.40 fer að birta verulega á ný. Þar sem sólin hylst ekki að fullu kallast þetta deildarmyrkvi en frá árinu 1954 hefur enginn slíkur náð að hylja sól meira en 77 prósent hérlendis, að sögn Sævars Helga. Myrkvinn þann 20. mars stendur yfir í tvær klukkustundir og lýkur honum klukkan 10.39, þegar tunglið færist út úr skífu sólar. Sólmyrkvar af þessu tagi eru það sjaldgæfir að þessi verður sá dimmasti á Íslandi í 60 ár, og þau sem missa af honum þurfa að bíða í ellefu ár eftir næsta tækifæri til að sjá almyrkva, sem verður árið 2026. Meiri fróðleik um sólmyrkvann 20. mars má finna á Stjörnufræðivefnum.
Fréttir af flugi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira