Ólíklegt að launadeila lækna leysist fyrir áramót Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. desember 2014 07:00 Fundað var í Karphúsinu í gær. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu skurðlækna í dag. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent