Ólíklegt að launadeila lækna leysist fyrir áramót Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. desember 2014 07:00 Fundað var í Karphúsinu í gær. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu skurðlækna í dag. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Ég tel ólíklegt að deilan leysist fyrir áramót. Það ber enn töluvert á milli,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Sáttafundi vegna læknaverkfallsins sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær var frestað til klukkan 10:30 í dag. Fyrsta læknaverkfall sögunnar hófst þann 27. október síðastliðinn og lítið hefur þokast í samningaviðræðum lækna og ríkis síðan þá. Helstu kröfur lækna eru að grunnlaun verði hækkuð. Þann 5. janúar næstkomandi fara í gang hertar verkfallsaðgerðir lækna verði ekki búið að semja. Þær aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á sjúklinga. Þá munu læknar skiptast aftur í fjóra hópa og hver verkfallslota lengist í fjóra daga. Verkfallið mun standa í tólf vikur án hlés. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga og til að mynda verður bara skorið upp á Landspítalanum einn dag í viku. Biðlistar munu því lengjast mikið og starfsemi skerðast mikið.Arna GuðmundsdóttirArna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir lækna hafa miklar áhyggjur af áhrifum verkfallsaðgerðanna á sjúklinga og heilbrigðiskerfið. „Það er álit margra lækna að verkfallið geti ekki staðið lengur en 2-3 vikur áður en það fer að valda miklum skaða og jafnvel kosta mannslíf. Við læknar höldum þetta alveg út. Við erum alveg róleg því við erum ekki að fara að gera neitt annað en að finna okkur aðra vinnu. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um sjúklingana,“ segir Arna. „Þetta er tvíþætt, það eru þessi áhrif sem við gætum séð strax, að það muni eitthvað koma fyrir sjúklingana, og síðan líka þessi slæmu skilaboð sem stjórnvöld eru að senda læknastéttinni. Að við séum einskis virði og getum bara átt okkur. Það sé bara hægt að reka þetta kerfi án lækna.“ Nú þegar hafa um 10 sérfræðilæknar sagt upp störfum og Arna segir marga fleiri lækna tilbúna að gera það sama dragist deilan á langinn. Lítið mál sé fyrir lækna að fá vinnu í nágrannalöndunum, við betri kjör og aðstæður. Hún segir að á síðustu fimm árum hafi að meðaltali 38 læknar flutt út á ári. „Atvinnumöguleikarnir okkar eru svo gríðarlega góðir, við höfum ekki áhyggjur af okkur heldur sjúklingunum,“ segir hún og bendir á síðuna Hvítir sloppar sem er atvinnumiðlun fyrir lækna. Hún segir fjölmarga lækna og hjúkrunarfræðinga vera að sækja um störf á þeirra vegum. „Það vantar 2.000 heimilislækna í Svíþjóð. Það eru mjög margir heimilislæknar að fara út og vinna sér inn á viku mánaðarlaun hér heima. Það getur varla annað en dregið úr samfellu og gæðum þjónustunnar,“ segir hún. Sáttafundur í deilu skurðlækna er boðaður hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira