Áframhaldandi vera Hönnu Birnu í embætti skaðar almannahagsmuni Hjörtur Hjartarson skrifar 31. júlí 2014 19:30 Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Stjórnsýslufræðingur segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að víkja úr embætti innanríkisráðherra. Vera hennar í embætti beri vott um vonda stjórnsýslu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantraustillögu á innanríkisráðherra þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar átt í óformlegum viðræðum um að leggja fram vantrausttillögu á Hönnu Birnu þegar Alþingi kemur saman í næsta mánuði. Sjálf hefur Hanna Birna vísað öllum ásökunum á hendur sér á bug og ber ekki á öðru en hún hyggist sitja sem fastast þrátt fyrir þrýsting um annað úr ákveðnum áttum. Albert Guðmundsson, sagði af sér sem iðnaðarráðherra, árið 1987 vegna deilna um skattamál. Sjö árum síðar baðst Guðmundur Árni Stefánsson lausnar frá embætti félagsmálaráðherra eftir að Ríkisendurskoðun hafði gert alvarlegar athugasemdir við ákveðin embættisverk hans. Þetta eru einu tvö dæmin um að ráðherrar hafi beinlínis hrökklast úr starfi eftir lýðveldisstofnun. Dæmi eru að sjálfsögðu um að ráðherrar hafi beðist lausnar eða verið færðir til af ýmsum ástæðum en Albert og Guðmundur skera sig nokkuð úr þeim hópi. Spurningin er því; hafa íslenskir ráðherrar, nú í 70 ár, almennt verið óskeikulir í starfi eða er hefðin einfaldlega sú að standa beri af sér storminn og sitja sem fastast - sama hvað? „Já, það er hluti af þessari pólitísku menningu hér á Íslandi, það er að standa af sér ákveðinn storm. Menn líta á þetta sem storm sem líður hjá. Og þegar mönnum hefur tekist að standa af sér storm þá hafa þeir sett nýja staðla. Við það hafa þeir líka myndað ákveðið þanþol, aukið þanþol almennings fyrir því hvað er hægt og hvað er ekki hægt í íslenskum stjórnmálum,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Sigurbjörg telur að Hanna Birna verði að víkja úr embætti, annars er hætta á að stjórnsýslan á Íslandi skaðist. „Þetta snýr að opinberri stjórnsýslu og það að pólitískur yfirmaður sem er lýðræðislega kjörinn, neitar að víkja við þessar aðstæður, þá er hann að skaða stjórnsýsluna. Og um leið og hann er að skaða stjórnsýsluna, eins og við sjáum núna, þetta hefur áhrif á embættismenn sem við þurfum að bera mikið traust til, þá er ráðherra að skaða almannahagsmuni,“ segir Sigurbjörg.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingurEnginn af þeim þingmönnum stjórnarflokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag vildi tjá sig um málið í dag. Framsókn vill ekki blanda sér opinberlega í embættisverk einstakra ráðherra Sjálfstæðisflokksins á þessu stigi málsins á meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins bíða viðbragða frá umboðsmanni alþingis eftir að hann fær svör við sínum fyrirspurnum til innanríkisráðherra. Svörin frá Hönnu Birnu fær hann í fyrramálið.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels