Þyrluköfun í fyrsta sinn á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 10:57 mynd/Harald Hois Átta manna hópur fór í fyrsta sinn hér á landi, dagana 20-29. júlí, í svokallaða þyrluköfun, eða heli-diving, Davíð Sigurþórsson, kafari og annar eiganda Dive fór með hópinn. Hann segir að þarna hafi blað verið brotið í ferðasögu á Íslandi. „Það eru um það bil 200 manns í allri Evrópu sem stunda þetta og þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á Íslandi. Við fórum í níu daga hálendisferð – sex leiðangursmenn og tveir leiðsögumenn. Við fórum með Norðurflugi sem lögðu til tvær þyrlur í þetta sem við tókum á leigu,“ segir Davíð. Við Frostastaðavatn við Landmannalaugar.vísir/davíð sigurþórssonÞyrluköfun er köfun á svæði sem ekki er hægt að komast á nema með aðstoð þyrlu. Oft uppi á fjalli eða í dal þar sem enginn vegaslóði er eða of langt er að ganga með köfunarbúnaðinn. Davíð segir þetta vissulega ekki hættulaust, en ef farið er eftir settum reglum og öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi þá þurfi ekkert að óttast. „Þetta er nokkurra mánaða prósess. Það þarf að fá leyfi frá landeiganda, sýslumanni og samgönguyfirvöldum og þetta var svona samvinna á milli mín og þessara aðila sem komu með.“ Hann segir að í framtíðinni verði boðið upp á skipulagðar ferðir af þessu tagi. „Þetta er það sem koma skal. Nú eru öll tilsett leyfi fyrir hendi og því getum við sýnt ákveðið fordæmi með að bjóða upp á þessar ferðir. Þær munu þó kosta dálítið.“ Davíð segir þessa nýjung bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir kafara hér á landi. „Þetta víkkar út sjóndeildarhringinn og þarna er hægt að skoða þann hluta landsins sem er í raun óskoðaður og órannsakaður að mörgu leiti. Og þarna gefst kostur á að skoða landið bæði að ofan og neðan.“Í bláma fjallatjarnarinnar.mynd/davíð sigurþórsson Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Átta manna hópur fór í fyrsta sinn hér á landi, dagana 20-29. júlí, í svokallaða þyrluköfun, eða heli-diving, Davíð Sigurþórsson, kafari og annar eiganda Dive fór með hópinn. Hann segir að þarna hafi blað verið brotið í ferðasögu á Íslandi. „Það eru um það bil 200 manns í allri Evrópu sem stunda þetta og þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á Íslandi. Við fórum í níu daga hálendisferð – sex leiðangursmenn og tveir leiðsögumenn. Við fórum með Norðurflugi sem lögðu til tvær þyrlur í þetta sem við tókum á leigu,“ segir Davíð. Við Frostastaðavatn við Landmannalaugar.vísir/davíð sigurþórssonÞyrluköfun er köfun á svæði sem ekki er hægt að komast á nema með aðstoð þyrlu. Oft uppi á fjalli eða í dal þar sem enginn vegaslóði er eða of langt er að ganga með köfunarbúnaðinn. Davíð segir þetta vissulega ekki hættulaust, en ef farið er eftir settum reglum og öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi þá þurfi ekkert að óttast. „Þetta er nokkurra mánaða prósess. Það þarf að fá leyfi frá landeiganda, sýslumanni og samgönguyfirvöldum og þetta var svona samvinna á milli mín og þessara aðila sem komu með.“ Hann segir að í framtíðinni verði boðið upp á skipulagðar ferðir af þessu tagi. „Þetta er það sem koma skal. Nú eru öll tilsett leyfi fyrir hendi og því getum við sýnt ákveðið fordæmi með að bjóða upp á þessar ferðir. Þær munu þó kosta dálítið.“ Davíð segir þessa nýjung bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir kafara hér á landi. „Þetta víkkar út sjóndeildarhringinn og þarna er hægt að skoða þann hluta landsins sem er í raun óskoðaður og órannsakaður að mörgu leiti. Og þarna gefst kostur á að skoða landið bæði að ofan og neðan.“Í bláma fjallatjarnarinnar.mynd/davíð sigurþórsson
Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira