Þyrluköfun í fyrsta sinn á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 10:57 mynd/Harald Hois Átta manna hópur fór í fyrsta sinn hér á landi, dagana 20-29. júlí, í svokallaða þyrluköfun, eða heli-diving, Davíð Sigurþórsson, kafari og annar eiganda Dive fór með hópinn. Hann segir að þarna hafi blað verið brotið í ferðasögu á Íslandi. „Það eru um það bil 200 manns í allri Evrópu sem stunda þetta og þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á Íslandi. Við fórum í níu daga hálendisferð – sex leiðangursmenn og tveir leiðsögumenn. Við fórum með Norðurflugi sem lögðu til tvær þyrlur í þetta sem við tókum á leigu,“ segir Davíð. Við Frostastaðavatn við Landmannalaugar.vísir/davíð sigurþórssonÞyrluköfun er köfun á svæði sem ekki er hægt að komast á nema með aðstoð þyrlu. Oft uppi á fjalli eða í dal þar sem enginn vegaslóði er eða of langt er að ganga með köfunarbúnaðinn. Davíð segir þetta vissulega ekki hættulaust, en ef farið er eftir settum reglum og öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi þá þurfi ekkert að óttast. „Þetta er nokkurra mánaða prósess. Það þarf að fá leyfi frá landeiganda, sýslumanni og samgönguyfirvöldum og þetta var svona samvinna á milli mín og þessara aðila sem komu með.“ Hann segir að í framtíðinni verði boðið upp á skipulagðar ferðir af þessu tagi. „Þetta er það sem koma skal. Nú eru öll tilsett leyfi fyrir hendi og því getum við sýnt ákveðið fordæmi með að bjóða upp á þessar ferðir. Þær munu þó kosta dálítið.“ Davíð segir þessa nýjung bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir kafara hér á landi. „Þetta víkkar út sjóndeildarhringinn og þarna er hægt að skoða þann hluta landsins sem er í raun óskoðaður og órannsakaður að mörgu leiti. Og þarna gefst kostur á að skoða landið bæði að ofan og neðan.“Í bláma fjallatjarnarinnar.mynd/davíð sigurþórsson Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Átta manna hópur fór í fyrsta sinn hér á landi, dagana 20-29. júlí, í svokallaða þyrluköfun, eða heli-diving, Davíð Sigurþórsson, kafari og annar eiganda Dive fór með hópinn. Hann segir að þarna hafi blað verið brotið í ferðasögu á Íslandi. „Það eru um það bil 200 manns í allri Evrópu sem stunda þetta og þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á Íslandi. Við fórum í níu daga hálendisferð – sex leiðangursmenn og tveir leiðsögumenn. Við fórum með Norðurflugi sem lögðu til tvær þyrlur í þetta sem við tókum á leigu,“ segir Davíð. Við Frostastaðavatn við Landmannalaugar.vísir/davíð sigurþórssonÞyrluköfun er köfun á svæði sem ekki er hægt að komast á nema með aðstoð þyrlu. Oft uppi á fjalli eða í dal þar sem enginn vegaslóði er eða of langt er að ganga með köfunarbúnaðinn. Davíð segir þetta vissulega ekki hættulaust, en ef farið er eftir settum reglum og öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi þá þurfi ekkert að óttast. „Þetta er nokkurra mánaða prósess. Það þarf að fá leyfi frá landeiganda, sýslumanni og samgönguyfirvöldum og þetta var svona samvinna á milli mín og þessara aðila sem komu með.“ Hann segir að í framtíðinni verði boðið upp á skipulagðar ferðir af þessu tagi. „Þetta er það sem koma skal. Nú eru öll tilsett leyfi fyrir hendi og því getum við sýnt ákveðið fordæmi með að bjóða upp á þessar ferðir. Þær munu þó kosta dálítið.“ Davíð segir þessa nýjung bjóða upp á fjölmörg tækifæri fyrir kafara hér á landi. „Þetta víkkar út sjóndeildarhringinn og þarna er hægt að skoða þann hluta landsins sem er í raun óskoðaður og órannsakaður að mörgu leiti. Og þarna gefst kostur á að skoða landið bæði að ofan og neðan.“Í bláma fjallatjarnarinnar.mynd/davíð sigurþórsson
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira