Óvíst hvort Stefán Logi áfrýi Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2014 13:30 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga segir óvíst hvort dóminum verði áfrýjað. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum. Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar vildi ekki tjá sig um hvernig Stefán Logi hafi tekið dómnum sem kveðinn var upp yfir honum fyrr í dag, né heldur liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað. „Þetta er yfirgripsmikill dómur og það gefur augaleið að ekki hefur tekist að fara yfir forsendur dómsins á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því að hann féll. Það verður skoðað. Það var auðvitað sýknað af ýmsum atriðum í þessum dómi, bæði í ákveðnum ákæruliðum og sakagiftum um húsbrot. En, ég get ekki tjáð mig frekar um afstöðu umbjóðenda míns til áfrýjunar.“Nú virðist það vera svo að dómarinn hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara? Vilhjálmur segir það rétt. Og bendir á að dómarinn hafi að auki hækkað refsingu, miðað við kröfur saksóknara, á tvo sakborninga í málinu en reyndar lækkað á tvo aðra. „En, hvort áfrýjað verður veltur á forsendum dómsins.“ Mikil spenna var í héraðsdómi Reykjavíkur, sal 101 þegar dómur var kveðinn upp í hinu svonefnda Stokkseyrarmáli. Allir helstu fjölmiðlar landsins voru mættir á vettvang en sakborningarnir voru ekki viðstaddir. Enginn þeirra. Sakborningar voru ákærðir fyrir að hafa í um sólarhring gengið grimmilega í skrokk á fórnarlambi sínu, eins og rakið hefur verið ítarlega í fréttum. Fram hefur komið að saksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, krafðist á bilinu þriggja til sex ára fangelisrefsingar á hendur ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Svo virðist sem dómari hafi tekið tillit til kröfu saksóknara. Þyngstrar refsingar var krafist á hendur Stefáns Loga Sívarssonar, sem er sagður forsprakki í málinu. Þá krafðist saksóknari fimm og hálfs árs fangelsi yfir Stefáni Blackburn og 3-4 ára fangelsi yfir öðrum sakborningum. Allir ákærðu hafa neitað sök í málinu. Verjandi Stefáns Blacburn hefur sagt að hann telji hæfilega refsingu ákærða í þessu máli er tíu til tólf mánaða fangelsi. Hann hefur sakað ákæruvaldið um að nýta sér fjölmiðla til að sverta mannorð ákærðu í málinu, með því að ýja að því að ákærðu hefðu framið kynferðisbrot gegn öðrum brotaþola þó að ekkert hefði fengist sannað í þeim efnum.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira