Flytja inn vökva og framleiða MDMA Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. október 2014 07:00 Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir MDMA vera neytt á stöðum þar sem lögregla sé lítið á ferli. Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. „Þó að efnin séu að mestu flutt inn að utan höfum við orðið vör við nokkra tilraunastarfsemi á Íslandi. Það liggur ekki fyrir á hvaða stigi framleiðslan er, en til hennar þarf ákveðin efni sem smyglað er hingað til lands þar sem þau eru svo fullunnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tollverðir stoppuðu í sumar sendingu frá Hollandi sem innihélt 350 millilítra af svokölluðum MDMA-vökva, en hann er undirstaðan í framleiðslu MDMA sem er ýmist í töflu- eða kristallaformi. Vökvanum var smyglað til Íslands í sjampóbrúsa en úr umræddu magni hefði verið hægt að framleiða 350 grömm af MDMA-dufti, sem hefði dugað í rúmlega þrjú þúsund töflur. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær, var sögð saga tuttugu og eins árs gamallar konu sem lést úr of stórum skammti af MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Mikið hefur borið á efninu í íslensku skemmtanalífi undanfarið og þykir mörgum ungmennum lítið tiltökumál að neyta þess. Þrátt fyrir að töluvert magn MDMA sé í umferð leggur lögreglan ekki hald á mikið magn samanborið við önnur fíkniefni. Aldís segir að skýringin á því kunni að vera að efnið sé vinsælt til neyslu í partíum og á skemmtistöðum, þar sem lögreglan hafi lítið verið með aðgerðir. Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur undanfarið lagt hald á tæki og efni sem hafa verið notuð við framleiðslu eiturlyfsins MDMA. Helst er um að ræða sérstakar töflugerðarvélar sem notaðar eru til að setja MDMA-duft í töfluform. „Þó að efnin séu að mestu flutt inn að utan höfum við orðið vör við nokkra tilraunastarfsemi á Íslandi. Það liggur ekki fyrir á hvaða stigi framleiðslan er, en til hennar þarf ákveðin efni sem smyglað er hingað til lands þar sem þau eru svo fullunnin,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tollverðir stoppuðu í sumar sendingu frá Hollandi sem innihélt 350 millilítra af svokölluðum MDMA-vökva, en hann er undirstaðan í framleiðslu MDMA sem er ýmist í töflu- eða kristallaformi. Vökvanum var smyglað til Íslands í sjampóbrúsa en úr umræddu magni hefði verið hægt að framleiða 350 grömm af MDMA-dufti, sem hefði dugað í rúmlega þrjú þúsund töflur. Í fréttaskýringaþættinum Brestum, sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gær, var sögð saga tuttugu og eins árs gamallar konu sem lést úr of stórum skammti af MDMA, eða Mollý eins og það er jafnan kallað. Mikið hefur borið á efninu í íslensku skemmtanalífi undanfarið og þykir mörgum ungmennum lítið tiltökumál að neyta þess. Þrátt fyrir að töluvert magn MDMA sé í umferð leggur lögreglan ekki hald á mikið magn samanborið við önnur fíkniefni. Aldís segir að skýringin á því kunni að vera að efnið sé vinsælt til neyslu í partíum og á skemmtistöðum, þar sem lögreglan hafi lítið verið með aðgerðir.
Brestir Tengdar fréttir Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00 Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Ég vona að einhver sem var í þessu umrædda partýi hafi lært eitthvað,“ segir faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur heitinnar. 20. október 2014 22:00
Íslensk stúlka lést úr of stórum skammti af MDMA Landslagið í skemmtanalífinu í Reykjavík er síbreytilegt og hætturnar leynast víða. 18. október 2014 12:08