Mikilvægt að lögreglan fái ítarlegar upplýsingar Hrund Þórsdóttir skrifar 23. janúar 2014 20:00 Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“ Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi en í gær reyndi maður að tæla tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín við skólann á skólatíma. Þetta er annað málið af þessum toga sem kemur upp í hverfinu í þessum mánuði. Maðurinn reyndi að fá drengina upp í bíl til sín með því að bjóða þeim sælgæti. Foreldrar barna við skólann fengu póst í morgun þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið á rauðum bíl og drengirnir hafi neitað að fara með manninum. Atvikið átti sér stað í frímínútum, við Kirkjubraut að því er talið er. Lögreglan var að sjálfsögðu látin vita og hefur hún aukið vakt við skólann. Fyrr í mánuðinum reyndi maður að tæla sjö ára gamlan dreng upp í bíl við Álftamýri. „Við höfum alltaf áhyggjur þegar við fáum þessar tilkynningar og vinnum síðan úr þeim eins og við mögulega getum en þær hafa nú ekki alltaf leitt okkur langt og oft eru upplýsingar af mjög skornum skammti,“ segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Foreldrar barna við skólann hafa að vonum áhyggjur en kennari fyrsta bekkjar sem við ræddum við í dag, segir mikla áherslu lagða á forvarnir. Börnin komi vel undirbúin úr leikskólunum og viti hvernig þau eigi að bregðast við. „Börn þurfa að tilkynna um þetta, taka niður það sem þau verða áskynja með og það er mjög mikilvægt að foreldrar reyni að skrá niður eftir þeim. Við skoðum allar tilkynningar og biðjum fólk um að reyna að vanda þær og gefa okkur eins ítarlegar upplýsingar og kostur er,“ segir Árni. Hann segir óvitað hvort málið tengist öðrum af sama toga en rannsókn muni væntanlega leiða það í ljós. Hvernig geta foreldrar brugðist við og undirbúið börnin sín? „Fræðsla er lykilatriði, að börnin séu með það alveg á hreinu, eins og virðist vera gjarnan í dag, að þau eigi ekki að þiggja far hjá ókunnugu fólki eða þiggja af því sælgæti eða neitt slíkt. Jafnframt þurfa þau, ef þau verða fyrir einhvers konar áreiti, að geta látið foreldrana vita.“
Tengdar fréttir „Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20 Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Opið bréf til mannsins sem reyndi að nema son minn á brott“ „Ég hugsaði lengi um það hverskonar skrímsli það væru sem gerðu svona lagað. En svo áttaði ég mig á þú ert sennilega ekkert skrímsli.“ 20. janúar 2014 16:20
Reynt að tæla börn við Laugarnesskóla: Foreldrar uggandi Foreldrar barna í Laugarnesskóla eru uggandi vegna atviks við skólann í gær, en þá reyndi maður að fá tvo drengi í fyrsta bekk upp í bíl til sín í frímínútum, með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 16:42
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48