Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar í Öskju Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2014 07:30 Talið er að 24 milljónir rúmmetra af jarðefnum hafi fallið í vatnið. Mynd/Jara Fatima Brynjólfsdóttir „Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökuls-þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síðustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskjuvatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sérstaklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þannig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“Landslagið á bökkum Öskjuvatns er talsvert breytt í kjölfar skriðunnar og flóðsins.Mynd/Axel Aage SchiöthNiðurstöðu að vænta á morgun Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skriðunni getað numið 50 til 60 milljónum rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skriðunnar. Enn er óljóst hvað nákvæmlega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum.
Tengdar fréttir Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27 Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56 „Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu Öskjubarmurinn getur verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið. 22. júlí 2014 23:27
Flóðbylgjan náði inn í Víti Náttúruhamfarir. Miklar skriður féllu í Öskju. Enn er skriðuhætta. 23. júlí 2014 07:56
„Þetta hafa verið þvílíkar hamfarir“ Axel Aage Schiöth fór í dagsferð í Öskju í gær, en hann segir leiðsögumenn hafa misst kjálkan í jörðina þegar þeir komu að Öskju. 23. júlí 2014 16:42