Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 mynd/Daníel Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“ Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira