Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 mynd/Daníel Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“ Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira