Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 mynd/Daníel Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning