Hefur áhyggjur af stöðu framhaldsskólakennara

Ráðherrann sagðist í viðtali í Bítinu í morgun hafa talsverðar áhyggjur af stöðu mála hjá kennurum. Atkvæðagreiðslu þeirra um verkfall lýkur á morgun.
„Ég vonast til þess að menn leysi þetta eins og aðra kjarasamninga með því að gera samninga til lengri tíma núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Lengri samningar bæti kaupmátt jafnt og þétt.
„Ef að menn ná saman um slíkt er ríkisstjórnin að sjálfsögðu tilbúin að leggja sín lóð á vogarskálina til að tryggja þann stöðugleika sem er forsendan.“
Sigmundur segir allar forsendur til að gera langtímasamning sem muni fela í sér aukinn kaupmátt til næstu ára.
Tengdar fréttir

„Breytingar verða gerðar á tollakerfinu“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ýmsa galla að finna í tollakerfinu sem þurfi að laga. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu í morgun.

Segir aðildarviðræður ómögulegar þegar báðir flokkar eru andvígir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir það skjóta skökku við að vera í viðræðum við Evrópusambandið þegar báðir ríkisstjórnarflokkarnir væru andvígir aðild. Þetta sagði hann í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar Evrópuskýrslan var til umræðu.

„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni á Rúv um síðastliðna helgi.

Ræðst hvort embætti seðlabankastjóra verður auglýst í dag
Koma mun fram í dag hvort embætti Seðlabankastjóra verði auglýst til umsóknar.

Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun.