„Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2014 08:20 Sigmundur Davíð í viðtalinu síðastliðinn sunnudag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður. Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hafa átt von á léttu kaffispjalli í þættinum Sunnudagsmorgni með Gísla Marteini Baldurssyni á Rúv um síðastliðna helgi. Sigmundur Davíð var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Sigmundur Davíð segist ekki hafa horft á viðtalið umtalaða. „Nei, ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þótt ég hafi verið í fjölmiðlum og stjórnmálum í mörg ár þá hef ég ekki vanist því,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann hafi átt von á viðtali af öðru tagi en raunin varð í þættinum á sunnudag. „Ég átti von á léttu kaffispjalli, það var ekki svo,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þetta er furðulegasta viðtal sem ég hef farið í.“ Þeir Gísli Marteinn og Sigmundur Davíð tókust á í viðtalinu. Þáttastjórnandi var ákveðinn og greip ítrekað fram í fyrir gesti sínum þegar honum fannst hann ekki svara spurningum sínum. Sigmundi þótti nóg um. „Auðvitað finnst manni ekki gott að viðtal skuli þróast með þessum hætti. Þetta er það sem viðtal á ekki að gera.“ Sigmundur Davíð segist hafa fengið tvo slæma kosti í viðtalinu. Annars vegar að láta vaða yfir sig og láta þáttastjórnandann endurtúlka öll sín orð. „Eða tala yfir þáttastjórnandann sem er ekki áferðarfagurt.“ Forsætisráðherra segir að ef menn vilji fá skýr svör þá séu viðtöl á borð við það sem hann fór í ekki leiðin til þess. Að snúa út úr svörum fólks, koma að eigin skoðunum og leyfa ekki viðbrögð. „Loks þegar maður kemur einhverju að þá er reynt að snúa út úr því.“ Sigmundur Davíð og Gísli Marteinn þekkjast vel og störfuðu á sínum tíma saman hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur segir þá hafa þekkst í fimmtán ár og séu ágætis vinir. Hann hafi einmitt gaman af því að rökræða við vini sína en þetta hafi einfaldlega ekki verið rökræður.
Tengdar fréttir Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Viðtalið við Sigmund Davíð í heild sinni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi Evrópuskýrsluna, skattalækkanir og umtalað viðtal á Rúv síðastliðinn sunnudag í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. febrúar 2014 08:01