Öfgar og ofríki segja mótmælendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Rafn Baldursson. Fréttablaðið/Pjetur Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir. ESB-málið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli í gær sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja loforð um þjóðaratkvæðagreiðsluir um framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. „Ég vil sýna samstöðu með þeim sem hér eru og mótmæla ofríki ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu. Ríkisstjórnin er að svíkja þau loforð sem hún gaf í kosningunum að fólk fengi að kjósa um framhald aðildarviðræðnanna. Því krefst ég þess að þingsályktunartillagan verði dregin til baka,“ sagði Rafn Baldursson.Jóhanna Arnórsdóttir. Fréttablaðið/Pjetur„Mér er nóg boðið af ofríki ríkisstjórnarinnar undanfarna daga, vikur og mánuði, það er komið nóg. Ég vil að það verði lagt fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu hvort við höldum áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið,“ Jóhanna Arnórsdóttir.Gunnar A. Ólafsson. Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu. Ég held að það sé gjörsamlega galið að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Ég vil að þingsályktunartillagan verði dregin til baka og viðræðum verði haldið áfram. Menn skynja kannski tóninn í þessum mótmælum og skipa nýja samninganefnd og setji sér ný markið varðandi viðræður við Evrópusambandið,“ sagði Gunnar A. Ólafsson.Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er að mótmæla þessari þingsályktunartillögu sem ég tel í megindráttum ranga. Hún er algjörlega á skjön við það sem talað var um fyrir kosningar. Fólkið sem situr á þingi situr þar í okkar umboði. Þegar þingmenn gefa út yfirlýsingar í aðdraganda kosninganna eiga þeir að standa við þær. Ég vil að þingsályktunartillagan verði tekin út af borðinu og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir.Friðrik Þór Snorrason.Fréttablaðið/Pjetur„Ég er á móti þessari þingsályktunartillögu um að hætta viðræðum. Það á að leggja málið í dóm þjóðarinnar en áður þarf að fara fram málefnaleg umræða um stöðu okkar. Umræðan um ESB-aðild er orðin afar skrýtin, farin að snúast um einhverja öfgakennda sjálfstæðishugsun,“ sagði Friðrik Þór Snorrason.Áslaug Einarsdóttir.Fréttablaðið/Pjetur„Ég vil fá að kjósa um áframhald samningaviðræðna. Ég vil fá samning við ESB, í framhaldinu vil ég fá að skoða hann, vega hann og meta og kjósa um hann. Ég stend í þeirri von að ríkisstjórnin hlusti og leyfi okkur að kjósa um samning, annars væri ég ekki hér, “ sagði Áslaug Einarsdóttir.
ESB-málið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira