Gera ráð fyrir 8,8 milljarða afgangi 2015 Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 15:42 Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Stefán Fyrsta fjárhagsáætlun nýs meirihluta Reykjavíkurborgar var lögð fram í borgarstjórn í dag. Um er að ræða frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 auk fimm ára áætlunar. „Þetta er varfærin fjárhagsáætlun sem einkennist fyrst og fremst af ábyrgum rekstri og öðrum áherslum nýs meirihluta. Reksturinn gengur í stuttu máli fínt en við þurfum að hafa aðeins fyrir þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynninginu frá borginni. „Fyrirtækin okkar eins og Orkuveitan eru enn að greiða niður miklar skuldir en á næstu fimm árum verða skuldir OR farnar niður um 80 milljarða.“Óbreyttir skattar Í frumvarpinu er skatthlutföll óbreytt en þó taka nokkrar gjaldskrár verðlags- eða kostnaðarhækkunum. Útsvar verður áfram 14,52 prósent, álagningarhlutföll fasteignaskatta og lóðarleigu verða einnig óbreytt bæði í 0,2 prósentum. Þá er einnig lagt til að álagningarhlutfall fasteignaskatta af opinberu húsnæði verði óbreytt eða 1,32 prósent. Sömu sögu er að segja af álagningarhlutfalli fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði. Það verði óbreytt í 1,32 prósetnum auk 25 prósenta álgs eða alls 1,65%. Hins vegar munu gjaldskrár leikskóla lækka og teknir verða upp systkynaafslættir, þvert á skólastig.Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2015 er áætluð jákvæð um 437 mkr. Útkomuspá fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir 130 mkr halla sem einkum er rakið til mikillar hækkunar á launakostnaði vegna kjarasamninga sem gerðir voru á árinu.Aðsend myndAfgangur þessa árs meiri en spáð var Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar á næsta ári er áætluð jákvæð um 8,8 milljarða. Þá segir í tilkynningunni að gert hafi verið ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 8,1 milljarð á þessu ári. Samkvæmt útkomuspá ársins er þó gert ráð fyrir 14,4 milljarða afgangi. Sú aukning er að mestu til komin vegna hækkandi álverðs, hækkandi gengis og minni verðbólgu en þjóðhagsspá gerði ráð fyrir í fyrra. Í tilkynningunni segir að í fjárhagsáætluninni megi finna þær áherslur sem meirihlutinn kynnti í sumar. Eins og að gjöld á barnafjölskyldur lækka, frístundakortið hækkað, stofnað er nýtt stjórnkerfis- og lýðræðirsráð og áhersla lögð á velferðarmál, læsi og verk- og listgreinar í skólum. Auk uppbyggingar leigumarkaðar og annarra uppbyggingaráforma.Kostnaður vegna kjarasamninga 5,3 milljarðar Þá eru stærstu breytingarnar í rekstri borgarsjóðs á milli ára að kjarasamningar færðu starfsfólki borgarinnar allnokkrar kjarabætur. Í heildina er útlit fyrir að kostnaður vegna kjarasamninga sé um 5,3 milljarðar króna. Til að mæta kækkandi launakostnaði er gerð aðhaldskrafa á öll fagsvið. Í tilkynningunni segir að framlög hafi þó verið aukin lítillega til velferðarmála. Þá einkum búsetuþjónustu við fatlað fólk, þjónustu við geðfatlaða og barnavernd. Varðandi fjárfestingar verður lögð áhersla á verkefni sem auka lífsgæði í borginni, samkvæmt tilkynningunni. Undirbúin verður viðbygging við Sundhöllina og Borgarbókasafnið, auk skóla-, sundlaugar og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal. Hjólreiðaáætlun er myndarleg sem fyrr og áhersla er lögð á tímabært viðhald á skólahúsnæði víða um borgina. Reykjavíkurborg mun fjárfesta fyrir um 9,2 milljarða króna 2015. Þar af vegna fasteigna og stofnbúnaðar 4,4 milljarðar, gatnaframkvæmda 2,9 milljarðar, endurbóta og meiriháttar viðhalds 1,1 milljarður og kaupa á lóðum og skipulagseignum 200 milljónir króna. Frumvarpið má sjá hér á heimasíðu Reykjavíkur. Þá má sjá myndræna framsetningu hér. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fyrsta fjárhagsáætlun nýs meirihluta Reykjavíkurborgar var lögð fram í borgarstjórn í dag. Um er að ræða frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 auk fimm ára áætlunar. „Þetta er varfærin fjárhagsáætlun sem einkennist fyrst og fremst af ábyrgum rekstri og öðrum áherslum nýs meirihluta. Reksturinn gengur í stuttu máli fínt en við þurfum að hafa aðeins fyrir þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynninginu frá borginni. „Fyrirtækin okkar eins og Orkuveitan eru enn að greiða niður miklar skuldir en á næstu fimm árum verða skuldir OR farnar niður um 80 milljarða.“Óbreyttir skattar Í frumvarpinu er skatthlutföll óbreytt en þó taka nokkrar gjaldskrár verðlags- eða kostnaðarhækkunum. Útsvar verður áfram 14,52 prósent, álagningarhlutföll fasteignaskatta og lóðarleigu verða einnig óbreytt bæði í 0,2 prósentum. Þá er einnig lagt til að álagningarhlutfall fasteignaskatta af opinberu húsnæði verði óbreytt eða 1,32 prósent. Sömu sögu er að segja af álagningarhlutfalli fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði. Það verði óbreytt í 1,32 prósetnum auk 25 prósenta álgs eða alls 1,65%. Hins vegar munu gjaldskrár leikskóla lækka og teknir verða upp systkynaafslættir, þvert á skólastig.Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2015 er áætluð jákvæð um 437 mkr. Útkomuspá fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir 130 mkr halla sem einkum er rakið til mikillar hækkunar á launakostnaði vegna kjarasamninga sem gerðir voru á árinu.Aðsend myndAfgangur þessa árs meiri en spáð var Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar á næsta ári er áætluð jákvæð um 8,8 milljarða. Þá segir í tilkynningunni að gert hafi verið ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 8,1 milljarð á þessu ári. Samkvæmt útkomuspá ársins er þó gert ráð fyrir 14,4 milljarða afgangi. Sú aukning er að mestu til komin vegna hækkandi álverðs, hækkandi gengis og minni verðbólgu en þjóðhagsspá gerði ráð fyrir í fyrra. Í tilkynningunni segir að í fjárhagsáætluninni megi finna þær áherslur sem meirihlutinn kynnti í sumar. Eins og að gjöld á barnafjölskyldur lækka, frístundakortið hækkað, stofnað er nýtt stjórnkerfis- og lýðræðirsráð og áhersla lögð á velferðarmál, læsi og verk- og listgreinar í skólum. Auk uppbyggingar leigumarkaðar og annarra uppbyggingaráforma.Kostnaður vegna kjarasamninga 5,3 milljarðar Þá eru stærstu breytingarnar í rekstri borgarsjóðs á milli ára að kjarasamningar færðu starfsfólki borgarinnar allnokkrar kjarabætur. Í heildina er útlit fyrir að kostnaður vegna kjarasamninga sé um 5,3 milljarðar króna. Til að mæta kækkandi launakostnaði er gerð aðhaldskrafa á öll fagsvið. Í tilkynningunni segir að framlög hafi þó verið aukin lítillega til velferðarmála. Þá einkum búsetuþjónustu við fatlað fólk, þjónustu við geðfatlaða og barnavernd. Varðandi fjárfestingar verður lögð áhersla á verkefni sem auka lífsgæði í borginni, samkvæmt tilkynningunni. Undirbúin verður viðbygging við Sundhöllina og Borgarbókasafnið, auk skóla-, sundlaugar og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal. Hjólreiðaáætlun er myndarleg sem fyrr og áhersla er lögð á tímabært viðhald á skólahúsnæði víða um borgina. Reykjavíkurborg mun fjárfesta fyrir um 9,2 milljarða króna 2015. Þar af vegna fasteigna og stofnbúnaðar 4,4 milljarðar, gatnaframkvæmda 2,9 milljarðar, endurbóta og meiriháttar viðhalds 1,1 milljarður og kaupa á lóðum og skipulagseignum 200 milljónir króna. Frumvarpið má sjá hér á heimasíðu Reykjavíkur. Þá má sjá myndræna framsetningu hér.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira