Mistök voru gerð við mælingar á gasmengun á Húsavík í morgun og eru loftgæði þar góð. Greint var frá því fyrr í morgun að loftgæði þar væru slæm en svo reyndist ekki vera.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík voru slegnar inn rangar tölur í morgun og hafa mistökin nú verið leiðrétt á vef Umhverfisstofnunar.
Loftgæði eru góð á Húsavík
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
