Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðsins, segir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar segir hann að börn geta til að mynda verið án kennitölu og lögheimilis ef foreldrar þeirra bíða eftir dvalarleyfi eða hæli hér á landi.
„Ég er stoltur af félögum mínum í ráðinu fyrir samstöðuna um að styðja þessi sjálfsögðu mannréttindi,“ segir Skúli.
Í reglum sem giltu um leikskólaþjónustu borgarinnar fyrir fundinn þar sem breytingarnar voru samþykktar var kveðið á um að lögheimili barnsins og föst búseta þess væri í Reykjavík. Þá máttu foreldrar ekki vera í vanskilum við skóla- og frístundasvið vegna leikskólagjalda.