Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Icelandair Group hf. og Icelandair ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair sem send var fjölmiðlum nú í morgun. Samningurinn hefur því tekið gildi og mun gilda til 30. september 2017.

