Jón Ólafsson lætur loka helli sínum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2014 13:33 Hellarannsóknarfélagið lokaði helli Jóns Ólafssonar en Ómar Smári er ekki ánægður með það ef meina á fólki aðgengi að náttúru Íslands. Ellert Grétarsson Ómar Smári Ármannsson, rannsóknarlögreglumaður og náttúruverndarsinni, kom að hellinum Gjögri í Ölfusi rammlega lokuðum með keðjum á dögunum. Hann telur þann gjörning kolólöglegan. Þeir sem stóðu að því að loka Gjögri segjast hafa gert það samkvæmt samningi og beiðni frá eiganda hellisins, Jóni Ólafssyni vatnsbónda – og höfð séu verndunar- og öryggissjónarmið að leiðarljósi. Eigandinn er Jón Ólafsson athafna- og kaupsýslumaður. Gjögur er í landi Hlíðarenda, sem Jón keypti á sínum tíma, eða öllu heldur fyrirtækið Iceland Water Holdings þar sem Jón og sonur hans fara með 55 prósenta hlut, af Ölfusi og fylgir landi því sem hann notar undir vatnsverksmiðju sína sem framleiðir.Ómar Smári hefur sent umhverfisráðuneyti og Hellarannsóknarfélaginu erindi vegna málsins.Kyrfilega lokaður hellirinn Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og hefur sérhæft sig í að kanna náttúru Reykjaness, svæði sem lengi vel hefur verið ósnortið þó í námunda við hina þéttu byggð sé. Þetta er reyndar að breytast hröðum skrefum. Ómar hefur barist fyrir óheftum aðgangi almennings að náttúruperlum þeim að kostnaðarlausu og hefur staðið fyrir gjörningi til að vekja athygli á því sem hann telur ólögmæta gjaldtöku við slíka staði. Ómari Smára brá í brún þegar hann ætlaði að skoða hellinn Gjögur í Ölfusi nýverið. Þá hafði einhver lokað hellinum kyrfilega með miklum keðjum og boltum sem höfðu verið boraðir í hellismunnann. Ómar grunar að þar hafi Hellarannsóknarfélag Íslands verið að verki, án þess að hann geti fullyrt þar um.Ólöglegt samkvæmt Grágás „Það vantar skýringar,“ segir Ómar Smári. „Það er búið að leita skýringa hjá umhverfisráðuneytinu en engar skýringar fengist. Það er búið að spyrjast fyrir um þetta hjá Hellarannsóknarfélaginu en það hefur ekki gefið skýringar á þessu, þannig að það væri fróðlegt að fá að vita ástæðuna að baki því að verið er að loka þessum helli umfram aðra? Og, þá með hvaða heimild. Ef það á að meina fólki aðgengi að hellum þá þarf einhverjar skýringar á því.“ Ómar Smári segir að vitað sé um yfir þrjú hundruð hella á Reykjanesi og telur að minnsta kosti annað eins ófundið. „Þetta hefst með markvissri leit. En ef menn ætla að standa svona að málum, þá hætta menn bara að tilkynna um hellafundi.“ Ómar telur um kolólöglegan gjörning að ræða og vitnar í ákvæði Grágásar og Jónsbókar sem segja að ekki sé heimilt til að meina fólki aðgang að náttúruminjum landsins.Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur sent Umhverfisstofnun erindi vegna málsis og með fylgdi mynd sem hér má sjá, þar sem keðjurnar eru fyrir hellismunnanum. „Ég fer þess á leit við stofnunina að þessar keðjur og lásar verði fjarlægðar. Þessi hellir er ekki formlega friðlýstur þannig að þarna er einhver geðþóttaákvörðun Hellarannsóknarfélagsins og landeiganda að loka þessum helli og ég við að það sé skorið úr um það hvaða lagalegu rétt landeigandi hefur. Og líka fá að vita hver almannarétturinn er.“Frá vatnsframleiðslu Jóns, en þegar hann keypti land undir verksmiðjuna af Ölfusi fylgdu hellar með í kaupunum -- sem Jón hefur nú lokað.Lokað að ósk eigandans Fréttastofa ræddi við Guðmund Þorsteinsson sem er í Hellarannsóknarfélaginu og hann staðfesti að félagið hafi lokað hellinum. Þar réðu verndunar- og öryggissjónarmið en þetta var samkvæmt ósk og kröfu eigandans. Guðmundur segir að hann viti að áhöld séu um þetta en það verði þá bara að koma í ljós. Um hálft ár eru síðan þessi hellir fannst. Guðmundur segir að á þeim tíma hafi verið heilmikið skemmt þarna inni. „Þetta er gat ekkert gengið og þarna hefðu orðið straumar af fólki og lagt allt í rúst. Ég geri mér grein fyrir því að áhöld eru á um hvort þetta stenst en það verður bara að koma í ljós.“Hægja sér í hellinum Guðmundur segir að Hellarannsóknarfélagið hafi gert sérstakan samning við eigandann um lokun þessa hellist og reyndar annars líka. Ásókn í hella hefur aukist mjög, reyndar margfaldast á undanförnum árum, og ferðaskrifstofur eru farnar að gera út á þetta. „Ég hringdi í eina slíka og spurði hvað ferð í hellinn kosti og það var 15 til 20 þúsund krónur. Menn hafa verið að riðlast þarna á Búrfelli sem er þarna skammt undan og eyðileggja veginn þarna upp og riðlast þar á stórdekkjum allt árið í kring. Landið er farið að láta verulega á sjá. Þarna inni hafa menn verið að kveikja elda og jafnvel gera þarfir sínar. Menn hafa ekki leyfi til að gera þetta. Menn geta ekki ruðst svona inná eign manna og skemmt allt – umgengni stórlega ábótavant,“ segir Guðmundur og ítrekar að fyrst og fremst hafi öryggis- og verndunarsjónarmið sem réðu för. Víst er að með stóraukinni ásókn ferðamanna hafa allar forsendur breyst og ríkir orðið hálfgert ófremdarástand og stjórnleysi við ýmsa ferðamannastaði, svo sem stríðið um gjaldheimtuna má vera til marks um. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, rannsóknarlögreglumaður og náttúruverndarsinni, kom að hellinum Gjögri í Ölfusi rammlega lokuðum með keðjum á dögunum. Hann telur þann gjörning kolólöglegan. Þeir sem stóðu að því að loka Gjögri segjast hafa gert það samkvæmt samningi og beiðni frá eiganda hellisins, Jóni Ólafssyni vatnsbónda – og höfð séu verndunar- og öryggissjónarmið að leiðarljósi. Eigandinn er Jón Ólafsson athafna- og kaupsýslumaður. Gjögur er í landi Hlíðarenda, sem Jón keypti á sínum tíma, eða öllu heldur fyrirtækið Iceland Water Holdings þar sem Jón og sonur hans fara með 55 prósenta hlut, af Ölfusi og fylgir landi því sem hann notar undir vatnsverksmiðju sína sem framleiðir.Ómar Smári hefur sent umhverfisráðuneyti og Hellarannsóknarfélaginu erindi vegna málsins.Kyrfilega lokaður hellirinn Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og hefur sérhæft sig í að kanna náttúru Reykjaness, svæði sem lengi vel hefur verið ósnortið þó í námunda við hina þéttu byggð sé. Þetta er reyndar að breytast hröðum skrefum. Ómar hefur barist fyrir óheftum aðgangi almennings að náttúruperlum þeim að kostnaðarlausu og hefur staðið fyrir gjörningi til að vekja athygli á því sem hann telur ólögmæta gjaldtöku við slíka staði. Ómari Smára brá í brún þegar hann ætlaði að skoða hellinn Gjögur í Ölfusi nýverið. Þá hafði einhver lokað hellinum kyrfilega með miklum keðjum og boltum sem höfðu verið boraðir í hellismunnann. Ómar grunar að þar hafi Hellarannsóknarfélag Íslands verið að verki, án þess að hann geti fullyrt þar um.Ólöglegt samkvæmt Grágás „Það vantar skýringar,“ segir Ómar Smári. „Það er búið að leita skýringa hjá umhverfisráðuneytinu en engar skýringar fengist. Það er búið að spyrjast fyrir um þetta hjá Hellarannsóknarfélaginu en það hefur ekki gefið skýringar á þessu, þannig að það væri fróðlegt að fá að vita ástæðuna að baki því að verið er að loka þessum helli umfram aðra? Og, þá með hvaða heimild. Ef það á að meina fólki aðgengi að hellum þá þarf einhverjar skýringar á því.“ Ómar Smári segir að vitað sé um yfir þrjú hundruð hella á Reykjanesi og telur að minnsta kosti annað eins ófundið. „Þetta hefst með markvissri leit. En ef menn ætla að standa svona að málum, þá hætta menn bara að tilkynna um hellafundi.“ Ómar telur um kolólöglegan gjörning að ræða og vitnar í ákvæði Grágásar og Jónsbókar sem segja að ekki sé heimilt til að meina fólki aðgang að náttúruminjum landsins.Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur sent Umhverfisstofnun erindi vegna málsis og með fylgdi mynd sem hér má sjá, þar sem keðjurnar eru fyrir hellismunnanum. „Ég fer þess á leit við stofnunina að þessar keðjur og lásar verði fjarlægðar. Þessi hellir er ekki formlega friðlýstur þannig að þarna er einhver geðþóttaákvörðun Hellarannsóknarfélagsins og landeiganda að loka þessum helli og ég við að það sé skorið úr um það hvaða lagalegu rétt landeigandi hefur. Og líka fá að vita hver almannarétturinn er.“Frá vatnsframleiðslu Jóns, en þegar hann keypti land undir verksmiðjuna af Ölfusi fylgdu hellar með í kaupunum -- sem Jón hefur nú lokað.Lokað að ósk eigandans Fréttastofa ræddi við Guðmund Þorsteinsson sem er í Hellarannsóknarfélaginu og hann staðfesti að félagið hafi lokað hellinum. Þar réðu verndunar- og öryggissjónarmið en þetta var samkvæmt ósk og kröfu eigandans. Guðmundur segir að hann viti að áhöld séu um þetta en það verði þá bara að koma í ljós. Um hálft ár eru síðan þessi hellir fannst. Guðmundur segir að á þeim tíma hafi verið heilmikið skemmt þarna inni. „Þetta er gat ekkert gengið og þarna hefðu orðið straumar af fólki og lagt allt í rúst. Ég geri mér grein fyrir því að áhöld eru á um hvort þetta stenst en það verður bara að koma í ljós.“Hægja sér í hellinum Guðmundur segir að Hellarannsóknarfélagið hafi gert sérstakan samning við eigandann um lokun þessa hellist og reyndar annars líka. Ásókn í hella hefur aukist mjög, reyndar margfaldast á undanförnum árum, og ferðaskrifstofur eru farnar að gera út á þetta. „Ég hringdi í eina slíka og spurði hvað ferð í hellinn kosti og það var 15 til 20 þúsund krónur. Menn hafa verið að riðlast þarna á Búrfelli sem er þarna skammt undan og eyðileggja veginn þarna upp og riðlast þar á stórdekkjum allt árið í kring. Landið er farið að láta verulega á sjá. Þarna inni hafa menn verið að kveikja elda og jafnvel gera þarfir sínar. Menn hafa ekki leyfi til að gera þetta. Menn geta ekki ruðst svona inná eign manna og skemmt allt – umgengni stórlega ábótavant,“ segir Guðmundur og ítrekar að fyrst og fremst hafi öryggis- og verndunarsjónarmið sem réðu för. Víst er að með stóraukinni ásókn ferðamanna hafa allar forsendur breyst og ríkir orðið hálfgert ófremdarástand og stjórnleysi við ýmsa ferðamannastaði, svo sem stríðið um gjaldheimtuna má vera til marks um.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira