Ferðamenn rukkaðir hvar sem þá er að finna Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2014 11:30 Samkvæmt myndum Ómars Smára er rukkunarstaurinn víða að finna. ómar smári Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira