Ferðamenn rukkaðir hvar sem þá er að finna Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2014 11:30 Samkvæmt myndum Ómars Smára er rukkunarstaurinn víða að finna. ómar smári Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira