Ferðamenn rukkaðir hvar sem þá er að finna Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2014 11:30 Samkvæmt myndum Ómars Smára er rukkunarstaurinn víða að finna. ómar smári Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebooksíðu sinni myndir af staur sem hefur verið settur upp hingað og þangað. Á staurnum er skilti þar sem á stendur: „Borga 500 kr. í baukinn“ og á staurinn hefur verið komið haganlega fyrir krukku þar sem menn geta sett peninginn. Og, ekki nóg með það heldur er rúlla negld á staurinn og þar má taka kvittun fyrir greiðslu. Ómar Smári er þekktur náttúruverndarsinni og þegar Vísir hafði samband við hann sagðist hann í fyrstu hafa rekist á þessa staura víðs vegar, þá eitthvað sem landeigendur hafi sett upp. En, þetta er reyndar á landi sem ríkið á þannig að hvernig má þetta vera? „Nei, þetta er nú gamanmál af okkar hálfu. Við gerðum þetta að gamni okkar, ég og félagi minn, þegar umræðan um gjaldtöku ferðamanna stóð sem hæst. Við tókum staurinn með okkur hingað og þangað og færðum hann á milli og tókum mynd. Seltún, Bessastaði... til að vekja athygli á því að menn gætu krafist greiðslu hvar sem er. Þetta er Ísland í dag. Allir ætla að græða. Þetta virðist stefna í stjórnleysi,“ segir Ómar Smári. Honum lýst ekki á stöðu mála og telur ljóst að menn séu á kolröngu róli með – ef rukka á ferðamenn á hverjum stað fari þetta augljóslega út í tóma vitleysu. „Þetta á auðvitað að vera í sköttunum. Svo eiga menn bara að borga í fargjaldinu, þegar þeir mæta til landsins. Peningarnir eiga svo að renna í að bæta aðstöðuna; salernisaðstöðu, upplýsingaskilti, göngustíga og svo framvegis.“ Ómar Smári telur þetta stefna í stjórnleysi og menn verði hreinlega að grípa í taumana. Hann vill, sem útivistarmaður, geta farið sinna ferða eins og verið hefur og fráleitt sé að takmarka það með einhverjum hætti.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira