Stelpur vilja kannski vera Batman en ekki prinsessur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 00:00 Auglýsingar með grímubúningum viðhalda oft staðalímyndum, að sögn Barnaheilla. Vísir/Anton Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira