„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna segir Framsókn ekki ætla að draga neitt til baka. Fréttablaðið/Arnþór „Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum. Flokkurinn er óstjórntækur“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata buðu Sjálfstæðisflokknum að fá fjórtán auka sæti í ráðum og nefndum en Framsóknarflokkurinn fékk ekki sama boð. Ástæðan er málflutningur borgarfulltrúa Framsóknar um úthlutun lóðar undir mosku og múslima. „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni og hefur ekki komið til baka, boltinn er hjá þeim,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs og oddviti Bjartrar framtíðar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar segir í samtali við fréttastofu að þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi flokksins hafi nú þegar útskýrt hvernig á þessu stóð öllu saman, þær muni ekkert draga til baka. Hún segir ummæli um óstjórn dæma sig sjálf. „Þeir sem fylgdust með borgarstjórnarfundinum í dag sáu að þarna fara sterkir borgarfulltrúar Framsóknar sem átta sig á hlutverki sínu sem eftirlitsaðila,“ segir Sveinbjörg. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir það hafa verið mat flokksins að nýta sér samkomulagið sem bauðst til að fá fleiri fulltrúa og verða þannig öflugri. Hann vill lítið tjá sig um stöðu Framsóknarflokksins. „Vissulega var margt undarlegt sem tengdist þessari moskuumræðu, það skal viðurkennt,“ segir Halldór.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira